Post Info TOPIC: Höttur-Völsungur
Víglundur Verkstjóri

Date: Apr 16, 2009
Höttur-Völsungur
Permalink   


Jæja þá er það okkar 4 leikur í deildarbikarnum í ár. Við unnum Magna 4-1 með 3 mörkum frá Jóa og einu frá Ingó, gerðum svo 1-1 jafntefli við Fjarðabyggð þar sem Viddi jafnaði með stórbrotnu marki á 92 mín mjög svo sætt, síðan sigruðum við Huginn 4-1 síðasta laugardag þar sem Vilmar skoraði 2 mörk Jói 1 og markamaskínan Anton 1. Ef við ætlum áfram þurfum við að sigra þá leiki sem eftir eru, sem er gegn Völsungi á sunudaginn kl 18 í boganum og svo við Leikni F. Ég hvet menn til þess að spjalla um leikinn á sunudaginn og sumarið almennt.
Kv Víglundur Verkstjóri
PS reynum að virkja þetta spjall

__________________
Haffi

Date: Apr 16, 2009
Permalink   

Þetta verður erfiður leikur held ég, enda sprækir strákar þarna í ungu liði Völsungs. Ætla að spá sigri 3-2. Jói heldur áfram að setjan og setur tvö og Lundi eitt með skalla eftir horn.



__________________
AndriGudlaugss

Date: Apr 16, 2009
Permalink   

Höttur 2-2 Völsungur.

Rabbi og Stebbi Eyj.

__________________
Rabbi

Date: Apr 17, 2009
Permalink   

Já ég held að þetta verði erfiður leikur! en hugsa nú samt að við höfum það á endanum svona 2-4... ætli ég seti ekki 3 og Anton 1, finnst það líklegast!

__________________
Jón Karls

Date: Apr 17, 2009
Permalink   

Ég held að Hattararnir haldi áfram á þessu runni sem þeir hafa verið á. Ég segi 1-3 sigur. Stebbi djöfull hlýtur nú að fara að skora og hann setur fyrsta, en Völsungarnir jafna síðan fljótlega. Elvar kemur Hetti yfir á 80. mín og Lundi tekur svo einn flying header á far post í uppbótartíma. Lundi verður maður leiksins, eins og alltaf.



__________________
kalli

Date: Apr 18, 2009
Permalink   

Verður hörku leikur, engu að síður eru Hattarar heitir og sigra í þessum leik og tryggja sér efstasætið í riðlinum.  Úrslit ef vilmar spilar þá 4-1 ef ekki þá 3-1 fyrir Hött, Mér er nokkuð sama hver skorar mörkinn.. Bara að strákarnir mæti rétt stefndir og vinni leikinn..

Sumarið: Mér sýnist bara stefna í skemtilegt sumar, þó gæti hópurinn reynst til heldur þunnur en gríðarlega efnilegur með nokkrum reynsluboltum, nú er lag fyrir ungu strákana að sýna hverning Davíð stýrði seðalabankanum.

Kv. frá Noregi

kongen fra mandal 

__________________
Pétur F.

Date: Apr 19, 2009
Permalink   

Ef ungu strákarnir mæta til leiks jafn kokhraustir og hrokafullir og Davíð, þá þarf ekki að hafa neinar áhyggjur.

Spái 2-2 samt og að við þurfum stórsigur gegn Leikni í lokaleik til að sigra riðilinn.

__________________
Page 1 of 1  sorted by
 
Tweet this page Post to Digg Post to Del.icio.us


Create your own FREE Forum
Report Abuse
Powered by ActiveBoard