Post Info TOPIC: Jafntefli í firsta leik
kalli

Date: May 22, 2007
Jafntefli í firsta leik
Permalink   


Jæja þá eru stelpurnar búnar að spila sinn fyrsta leik á tímabilinu, og var það sankallaður háspennu leikur gegnu ungu góðu liði Völsungs, Leikurinn endaði
1-1 eftir að Völsungs stelpurnar skoruðu í uppbótartíma, leikurinn þróaðist nánast eins og ég átti von á, barátta til enda og kanske ekki mikið um spil í firsta leik, hefðum líka getað nýtt færinn okkar betur. 

 Einkennilegt að við fengum einga aukaspyrnu fyrir framan miðju, þarf maður að kenna leikmonnum sýnum að detta til að fá aukaspyrnur??, og stórt spurningar merki við annan línuvörðinn, sér í lagi þegar dómarinn þurfti að grípa inn í og dæma rangstöðu þar sem hann var ekki að fylgjast með, og á loka sekundunum er annað spurningar merki við staðsetningu hanns, en heilt yfir ágætlega dæmdur leikur.. Liðið er að ná tökum á leikskipulaginu og verður spenandi að mæta í næsta leik með nýjan leikmann sem við bindum miklar vonir við...

Þjálfari mfl kvk
BK

 Við erum með gott lið og þurfum að mæta grimar í næsta leik sem verður "derby leikur" gegn Fjarðabyggð í höllinn á Fimmtudaginn kl 19 hvet alla til að mæta og hvetja sitt lið .


__________________
Hilmar

Date: May 22, 2007
RE: Jafntefli í fyrsta leik
Permalink   


Sá stærsta hluta leiksins (ekki mark Völsungs) og verð að hrósa stelpunum okkar fyrir mikla og góða baráttu og vilja til að spila boltanum. Gaman að sjá að þrátt fyrir hina dýrmætu reynslumiklu leikmenn okkar þá eru að stíga upp fleiri stórefnilegar stúlkur sem eiga eftir að gera góða hluti í sumar.
Varðandi rangstöðu þá sá ég tvo úrskurði sem voru á mörkunum, einn í hvorum hálfleik og mér fannst í raun sanngjarnt að línuvörðurinn léti sóknarmanninn í báðum tilvikum njóta vafans, jafnvel þó hugsanlegt sé að þeir hafi verið fyrir innan. Það er jú eftir minni bestu vitund það sem þeir eiga að gera, frekar að sleppa því að veifa heldur en hitt ef þeir eru ekki vissir.
Sé að Völsungi er spáð sigri í þessum riðli svo þetta voru flott úrslit. Hvet alla til að mæta á fimmtudaginn.

__________________
Page 1 of 1  sorted by
 
Tweet this page Post to Digg Post to Del.icio.us


Create your own FREE Forum
Report Abuse
Powered by ActiveBoard