Post Info TOPIC: Sumarið
Hilmar

Date: May 9, 2008
Sumarið
Permalink   


jæja 2. flokks drengir. Þið verðið að halda lífi hér á spjallinu. Nú liggur fyrir að 2. flokkur spilar í C deild og leikin verður tvöföld umferð, heima og að heiman. Við spilum við Álftanes, BÍ/Bolungarvík, Gróttu, ÍBV, ÍR, KFR (Hvolsvöllur) og Sindra. Tvö efstu liðin fara upp í B deild. Möguleikar okkar á að fara upp hljóta að teljast ágætir, þó stærstu nöfnin séu e.t.v. ÍR og ÍBV. Einungis einn leikmaður gekk upp úr 2. flokki frá því í fyrra og þá hefur Óttar snúið heim. Frankie boy er reyndar farinn. Hvet ykkur til að nota spjallið - málefnalega. Ég leyfi mér að spá því að Höttur komist upp. Markmið rekstrarfélagsins er að 2. flokkur sé að jafnaði í B deild, ekki neðar.

__________________
Arnar Þór

Date: May 10, 2008
Permalink   

Að sjálfssögðu fara strákarnir mínir upp í sumar, það kemur bara ekkert annað til greina. Þetta er mjög þéttur hópur, fullur af hæfileikaríkum og duglegum sem að munu gera það gott í sumar. Ég hef trú á ykkur!

Vildi að ég gæti verið með í þessu í sumar drengir.
Knús á kallana.

Toddi súri

__________________
Ingólfur Örn

Date: May 16, 2008
Permalink   

Ég spái því að við vinnum þessa deild. Við erum með virkilega sterkan og breiðan hóp og ef við stöndum saman um þetta þá kémur þetta hjá okkur!

Áfram Höttur

__________________
Page 1 of 1  sorted by
 
Tweet this page Post to Digg Post to Del.icio.us


Create your own FREE Forum
Report Abuse
Powered by ActiveBoard