Post Info TOPIC: Magni - Höttur
Hilmar

Date: May 27, 2008
Magni - Höttur
Permalink   


Næsti leikur á laugardaginn kl. 16. Einungis Pétur Fannar spáði rétt fyrir um úrslit í síðustu viku. Magnamenn verða erfiðir heim að sækja (verður leikið á möl?) en þeir lögðu Völsung í bikarnum í gær. Ég spái 1-1, Garðar setur markið.

__________________
Jón Karls

Date: May 29, 2008
Permalink   

Þetta er mjög mikilvægur leikur. Magnaliðið sýndi það í bikarleiknum á móti Völsung, þar sem þeir unnu 1-3, að þeir eru sýnd veiði en ekki gefin. Á pappírunum erum við sjálfsagt með sterkara lið, en það skiptir að engu máli þegar út á völlinn er komið. Það er því alveg ljóst að menn verða að búa sig undir mikinn baráttuleik í Grenivík á laugardaginn.

Spá mín er sú að við munum vinna þennan leik 0-1. Markaskorari verður Tóti Borgþórs, en hann mun opna markareikning sinn fyrir Hött á tímabilinu, með marki rétt fyrir hálfleik. Á lokamínútunum mun svo verkstjórinn fá gullið tækifæri til að gera út um leikinn, þegar hann fær sendingu inn í teiginn, en afar slakt skot hans með vinstri fæti, fer í innkast.

__________________
Andri Ómars

Date: May 29, 2008
Permalink   

Mölin á Grenivík gæti sett strik í reikninginn,en ég ætla leyfa mér að vera bjartsýnn og spá 0-2,við komumst yfir snemma í leiknum með skallamarki frá Rabba.

svo verður þetta barátta fram í síðari hluta seinni hálfleiks,þegar höttur fær víti sem Stefán Þór skorar úr og við það missa Magnamenn móðinn og leikurinn fjarar út

þannig að leikurinn endar 0-2,klárt mál

Áfram höttur

__________________
Haffi

Date: May 29, 2008
Permalink   

Kláralega erfiður útivöllur og erfiður leikur. Ég spái að leikurinn endi 0-1 og við skorum snemma. Jeppe skorar.

__________________
AndriGuðlaugss

Date: May 29, 2008
Permalink   

Því miður held ég að þetta fari 1-1 boltinn skoppar af stein og bödker misreiknar hann, 'Ivar kemur inná í seinni hálf leik og þrjóskar inn einu marki

__________________
Óliver

Date: May 29, 2008
Permalink   

Aldrei auðvelt á Grenivík. Við unnum 3-1 þar í fyrra eftir mikla baráttu og þolinmæði og ég held að strákarnir endurtaki leikinn á laugardaginn.
Ég spái því að leikurinn endi aftur 3-1 fyrir Hött, Garðar 2 og Stebbi 1 (víti).

Er nokkuð viss um að leikurinn verði spilaður á grasi. Minnir að ég hafi lesið það einhversstaðar.  

__________________
Pétur F.

Date: May 29, 2008
Permalink   

Er sammála Óla, held að ég hafi séð eh staðar að leikurinn verði spilaður á grasi.

Ætli ég haldi mig ekki bara við það að spá okkur 2-1 sigri, í þetta skiptið komumst við yfir í fyrri hálfleik með marki frá Jón eða Stebba. Þeir jafna í byrjun síðari en aðeins til að sjá á eftir öllum stigunum í fangið á Kóngnum sem kemur inná og nýtir dauðafæri sitt að þessu sinni.

__________________
Huginn Rafn

Date: May 29, 2008
Permalink   

0-1 í baráttu leik, Jón Karls kemur með markið á 24 mín eftir varnarmistök hjá Magna

__________________
Stefán Andri

Date: May 29, 2008
Permalink   

0-2. Jeppe klárar vel í fyrri og Jói tryggir svo sigurinn í seinni.

__________________
Anonymous

Date: May 29, 2008
Permalink   

Hehe Jón Karls ef ég opna markareikninginn minn á móti Magna þá munt þú fá eitthvað gott í skóinn þegar við komum svo heim um kvöldið :) Vona bara að Njalli fari að setja mig ofar á völlinn, þá fara hlutir að gerast :)

En það er alveg rétt að við meigum alls ekki vanmeta Magna, þeir eru kannski ekki bestu fótboltamennirnir en þeir geta barist mjög mikið og eiga eftir að hala inn stig í sumar á því. En ef við verðum þolinmóðir og spilum okkar bolta þá eigum við að hafa þá.

__________________
Anonymous

Date: May 29, 2008
Permalink   

Tóti Borgþórs wrote:

Hehe Jón Karls ef ég opna markareikninginn minn á móti Magna þá munt þú fá eitthvað gott í skóinn þegar við komum svo heim um kvöldið :) Vona bara að Njalli fari að setja mig ofar á völlinn, þá fara hlutir að gerast :)

En það er alveg rétt að við meigum alls ekki vanmeta Magna, þeir eru kannski ekki bestu fótboltamennirnir en þeir geta barist mjög mikið og eiga eftir að hala inn stig í sumar á því. En ef við verðum þolinmóðir og spilum okkar bolta þá eigum við að hafa þá.




 



__________________
Page 1 of 1  sorted by
 
Tweet this page Post to Digg Post to Del.icio.us


Create your own FREE Forum
Report Abuse
Powered by ActiveBoard