Post Info TOPIC: TAP ALDARINNAR
Anonymous

Date: Jul 15, 2008
TAP ALDARINNAR
Permalink   


Hamar vann sanngjarnan sigur 3-1
Hattar liðið spilaði ömurlega engir ljósir punktar í þessu jú annars Jói kom inn á í restina
annars sátu bestu mennirnir á bekknum.


__________________
AndriGuðlaugss

Date: Jul 15, 2008
Permalink   

Fannst þetta skelfilegt, þetta á ekki að vera svona. hefði viljað sjá VilmarFrey fyrr inná  og þá fyrir jeppe. N'UNA skulum við vona að menn fari að girða sig í þessa marg um töluðu brók

'Afram HÖTTUR

__________________
anton

Date: Jul 15, 2008
Permalink   

gagnrýni á okkar lið á klárlega rétt á sér, en mín skoðun er sú að menn ættu að gera það undir nafni.



__________________
Pétur F.

Date: Jul 15, 2008
Permalink   

Sammála Tona.

Ósammála varðandi það að engir ljósir punktar hafi verið, liðið var að reyna að spila fótbolta í byrjun á þessum leik öfugt við of marga leiki, gallinn er hinsvegar sá að leið og fyrsta markið kom í fyrstu sókn Hamars datt allur dampur úr þessu.

En 1-3 tap á heimavelli gegn liðinu sem var spáð langneðsta sæti er algjörlega óásættanlegt og það að vera með 12 stig í 11 leikjum er fráleitt. Við höfum mikið betri hóp en Magni, þeir eru samt búnir að ná sér í 15 stig í jafn mörgum leikjum.

Svo er ég líka sammála með Vilmar, sé ekki tilganginn í að fljúga honum í leik ef það á ekki að nota hann nema í 6 mínútur í þessari stöðu.

__________________
Óliver

Date: Jul 15, 2008
Permalink   

Já gagnrýni á liðið hefur alveg rétt á sér eftir svona leik. Það er einfaldlega ekki nógu gott að tapa á móti Hamar frá Hveragerði.

Þó svo að Hattarmenn hafi verið með boltann meiri hluta leiksins þá var það ekki að skila sér í marktækifærum. Þau fáu færi sem við hins vegar fengum nýttust ekki.
Það er eins og að þau lið sem við spilum á móti refsi okkur í hvert skipti sem við gerum mistök meðan að við náum aldrei að refsa andstæðingunum.

Mér leiðist alveg hrikalega að lesa comment frá fólki sem skrifar ekki undir nafni. Afhverju þarf fólk alltaf að skrifa undir fölsku nafni þegar illa gengur? Og afhverju heyrir maður ekki í þessu fólki á heimaleikjunum?  Lang algengustu öskrin á leikjum Hattar eru einhver neikvæðisorð. Ég get svo sem verið alveg sammála því að það hafi ekki verið mikið að hrópa húrra fyrir í síðustu leikjum, en eitt er allavega öruggt (og þetta þekki ég alveg sem leikmaður sjálfur) og það er að leikmenn eflast ekki við eitthvað skítkast frá eigin áhorfendum. Þvert á móti, leikmenn eflast við hvatningu og öskur sem eru á jákvæðu nótunum.

Ég er alls ekki að skjóta á einn né neinn, ég vona bara að sem flestir hugsi út í þetta og mæti í næsta leik fullir af sigurvilja sem smitar yfir á næsta mann. Bæði leikmenn eins og áhorfendur. Fáum smá stemmingu á Hattarleikjunum og rífum þetta upp!! Ég er búinn að fá nóg af að tapa!

kv Óliver, sem er ógeðslega svekktur í kvöld og vill sigur í næsta leik.



__________________
Page 1 of 1  sorted by
Tweet this page Post to Digg Post to Del.icio.us


Create your own FREE Forum
Report Abuse
Powered by ActiveBoard