Post Info TOPIC: Höttur-Fjarðabyggð
Víglundur Verkstjóri

Date: Apr 1, 2009
Höttur-Fjarðabyggð
Permalink   


Gríðarlega spennandi að sjá hvernig þessi leikur fer. Fyrsti alvöru leikurinn sem við spilum allir saman í vetur. Ég vil hvetja menn til að tjá sig um það hvernig þeir haldi að leikurinn fari og hvernig þeim líst á komandi sumar.

__________________
AndriGudlaugss

Date: Apr 1, 2009
Permalink   

Held ad tetta verdi rosa skemmtilegur leikur..
Fyrri hálfleikurinn verdur hradur og jafn, Held ad Stebbi stetji eitt ùr vítaspyrnu eftir ad klausen verdur feldur á vítateigshorninu..
Sídan held ég ad fjardarbyggd jafni rétt fyrir hálfleik og sígi sídan jafnt og tétt framúr í seinni hálfleik og skori eitt i vidbót og vinni 1-2...


Væri samt gaman ad heyra hverig hópurinn lítur út í sumar.. hverjir eru ad fara ad spila og hverjir verda ekki med....

Gangi ykkur annars vel

Àfram Hottur!!

 



__________________
Brynjar

Date: Apr 1, 2009
Permalink   

Njáll stillir upp öfugu jólatréi Mike Bassett og skilar það sér í 3-1 sigri.  Það verða svo Þorsteinn Karl, Elvar og Ingvi sem skora.

__________________
Haffi

Date: Apr 2, 2009
Permalink   

Ég held að Njáll Eiðs hafi spilað CM1 á sínum tíma alveg grimmt og stilli upp eins og myndin hér að neðan sýnir:
http://img186.imageshack.us/img186/9550/tacticsfc1.jpg

Mun leggja aðal áherslu á "pass to feet"

Held annars að Höttur sigri þennan leik 1-0 eftir að bæði lið hafa klúðrað slatta af færum. Markaskorari: Stebbi úr víti.

Óliver fær gult fyrir að sýna á sér slátrið í hálfleik.
Bjartmar fær rautt fyrir að gjörsamlega SNAPPA við línuvörðinn


__________________
Jón Karls

Date: Apr 2, 2009
Permalink   

Haffi, hvenær kemur Landsbankaauglýsing með þér í Fréttablaðinu?
"Hafþór hefur skorað eitt mark með hægri á ferlinum. Hann ásamt 15 öðrum taka vel á móti þér í Háskólabíói."
Ég er búinn að bíða eftir þessari auglýsingu mjög lengi.

Annars held ég að leikurinn verði hundleiðinlegur og endi með steindauðu markalausu jafntefli. Lundi verður maður leiksins, eins og alltaf.

__________________
Óli

Date: Apr 2, 2009
Permalink   

Jón Karls wrote:

Haffi, hvenær kemur Landsbankaauglýsing með þér í Fréttablaðinu?
"Hafþór hefur skorað eitt mark með hægri á ferlinum. Hann ásamt 15 öðrum taka vel á móti þér í Háskólabíói."
Ég er búinn að bíða eftir þessari auglýsingu mjög lengi.



Hahaha Jón, ég var að hugsa nákvæmlega það sama þegar ég var að skoða fréttablaðið áðan..!


__________________
Ingólfur Örn

Date: Apr 2, 2009
Permalink   

Við vinnum þetta 2-1. 

Ævar Valgeirs kemur KFF yfir með skoti af 25 metra færi, Garðar jafnar metin og Víglundur Páll skorar sigurmark í uppbótartíma með VOLLEY af löngu færi. 

Óli fær rautt fyrir að brúka kjaft við dómarann á norsku og Viddi fær einnig að líta reisupassann fyrir grófa tæklingu á Jóa Ben!

__________________
Haffi

Date: Apr 2, 2009
Permalink   

Jón - Rétt skal vera rétt.

Sumarið 2003. KFS nýliðar í 2.deild....Hafþór Atli Rúnarsson skorar sigurmarkið á móti Selfyssingum á Helgafellsvelli....MEÐ HÆGRI.

Sumarið 2003. Hafþór Atli er kominn til Hattar á ný. Skorar með HÆGRI á móti Jóni Karls og co. í Neista D. þegar Neisti voru teknir í bakaríið 7-1 á Villa Park. Peter Nörgaard með fimm mörk, Haffi og Jónas Hafþór eitt.

Sumarið 2008. Nýliðar Spyrnir í 3.deild tóku á móti Leikni F. á Fellavelli. Haffi setur hann í samman af 20 metra færi með HÆGRI og jafnar 1-1.

(æfingaleikir ekki teknir með)

"Hafþór Atli Rúnarsson......er svo sannarlega meðal okkar tíu bestu" 
                                                                                        Quote: Arnar Björnsson, 11 þáttur úr seríunni "10 bestu, ásamt einum gleymdum"



__________________
Pétur F.

Date: Apr 3, 2009
Permalink   

hehe, já þessi tækling Vidda þótti sérlega gróf í ljósi þess að hann var varamaður og hafði ekki verið skipt inná!

En þessi leikur endar 1-1, Jói Klaus skorar snemma leiks fyrir Hött en Lundi jafnar fyrir KFF eftir hornspyrnu með þrumuskoti í stöng og inn, hann áttar sig á því nokkrum andartökum síðar að hann spilar ekki lengur með þeim og hættir að fagna!

__________________
Page 1 of 1  sorted by
 
Tweet this page Post to Digg Post to Del.icio.us


Create your own FREE Forum
Report Abuse
Powered by ActiveBoard