Post Info TOPIC: Komandi tímabil
Pétur

Date: Mar 17, 2006
Komandi tímabil
Permalink   


Jæja, nú liggur fyrir riðillinn hjá 2.flokk og andstæðingar okkar eru:


Þór Akureyri,  féllu naumlega úr B deild í fyrra (vegna kæru útaf ólöglegum leikmanni) og hafa aldrei leikið í C deild áður og ætla sér beinustu leið upp enda ekki góð tilfinning á þeim bænum að KA sé deild ofar.


Völsungur Húsavík,  koma inn að nýju eftir 2 ára hlé á þáttöku í 2.flokk og jafnframt hættir BH þáttöku í 3.deild.  Voru alltaf gríðarlega sterkir í þessum árgöngum í yngri flokkum og verða vafalaust erfiðir í ár.


Fjarðabyggð, eiga nokkra gríðarlega góða pilta en verða væntanlega frekar tæpir á breiddinni.  Töpuðum báðum fyrir þeim í fyrra og algjört möst að hefna fyrir það í ár.


KS/Leiftur, KS hefur gengið illa að halda úti liði undir sínu nafni undanfarin ár en vonandi að það gangi betur í samstarfi við Leiftursmenn sem voru þrælsprækir sl. sumar.


Það er greinilega útlit fyrir fullt af hörkuleikjum hjá 2.flokk í sumar og alveg ljóst að mannskapurinn verður að vera í toppformi.  En þegar þessir 2.flokkar eru fullskipaðir eru þeir síst lakari en mörg 3.deildarliðin og má til gamans nefna að 2.flokkur Þórs hefur unnið marga sigra á 3.deildarliðnunum fyrir norðan í æfingaleikjum í vetur.


Vilja menn spá einhverju fyrir tímabilið?



__________________
Jörgensen

Date: Mar 17, 2006
Permalink   

Ekkert kjaftæði pétur ég vil fá eitthvað heví Metal!!! En herna mér lýst vel á þetta skemmtilegt að Viddi skuli vera þjálfarinn því eins og flestir vita þá verður. eflaust mikill agi sem er gott, og menn komast ekki upp með eitthvað kjaftæði. En annars þíðir ekkert annað en að taka sig á og gyrða sig í brók ogvinna þennan helvítis riðil!!!!;)

Helvítis hel tanaði gaur;):)

__________________
Haffi

Date: Mar 17, 2006
Permalink   

Reikna með að það var Jörgen sem setti inn síðustu færslu....


Jöggi, þar sem þú ert sennilega eini leikmaður Hattar sem tekur enn í vörina, verðuru hér með neiddur til að hætta því! :)


En já, það er frábært að Viddi sé búinn að taka við þessu hjá 2.fl og einnig að aðstoða Gulla með m.fl. Það er alveg augljóst að Viddi tekur þessu alvarlega og hefur mikinn metnað sem þjálfari. Það verður gaman að fylgjast með þessum flokk í sumar.


En eitt sem ég hef áhyggjur af og það er að hópurinn er frekar þunnur...



__________________
Pétur

Date: Mar 17, 2006
Permalink   

hehe Haffi ætli það sé ekki heppilegra að nota orðið fámennur :) 


Enda kom skýrt fram í gær að þunnir fá menn ekki að vera.


En fámennur hópur þíðir að þeir sem eru í þessu þurfa að vera í þeim mun betra formi ásamt því sem við höfum ekki efni á leikbönnum vegna kjafts og annarrar vitleysu



__________________
Flónið

Date: Mar 23, 2006
Permalink   

ja.. skortur á breidd.. er það nokkuð?
2 danir
2 makkar
fullt af bæði ungum og efnilegum leikmönnum og svo eldri og reynslumeiri og þessir sem eru bæði ungir og með stóran reynslubanka.
3 mjög svo álitlegir markmenn

ég held að þið séuð að verða komnir með bara fjandi fínan hóp..
annars tek ég fram að ég veit ekki nákvæmlega hversu margir leikmenn Hattar eru en af því sem mér virðist sýnist mér hópurinn bara góður!

t.d. má miða hópinn við önnur lið á Austurlandi, tökum sem dæmi Huginn...
ef við myndum segja að hópurinn þeirra væri hæfilegur, þá væri ekki fjarri lagi að kalla ykkar hóp afar breiðan!

svo með tilkomu 1-2 leikmanna í viðbót eruð þið orðnir mjög sterkir fyrir komandi átök í sumar



__________________
Roy Keane

Date: Mar 24, 2006
Permalink   

Það er verið að tala um 2.flokk hérna.....þetta er topic fyrir 2.flokkinn.....

__________________
Jegemeister

Date: May 4, 2006
Permalink   

Strákar endilega drífa sig og senda inn upplýsingar umm ykkur eins og haffi var að biðja um:D

Kv. Tjellinn

__________________
Page 1 of 1  sorted by
 
Tweet this page Post to Digg Post to Del.icio.us


Create your own FREE Forum
Report Abuse
Powered by ActiveBoard