Post Info TOPIC: Umfjöllun um leiki
Hattari

Date: Mar 20, 2006
Umfjöllun um leiki
Permalink   


Hvað finnst mönnum um það að fá hlutlausa umfjöllun um leiki hjá okkur?
t.d. eftir síðasta leik þá kom Baldur snartarmaður með mjög góða umfjöllun um leik okkar manna, dróg upp bæði slæmu og ljósu punktana.

Haffi hefur staðið sig mjög vel með þessa síðu og eru umfjallanir hans mjög góðar og endilega halda þeim áfram, en væri gaman að fá umfjöllun sem segir meira um gang leiksins og hvernig menn standa sig.

Það má ekki vera leikmaður en annars hver sem er...á meðan hann sér leikina

__________________
Haffi

Date: Mar 20, 2006
Permalink   

Það væri alveg fínt. En frekar erfitt að fá hlutlausa menn til að skrifa um þetta....Þannig að ef einhver bíður sig fram, þá er það í lagi mín vegna. Látið heyra í ykkur ....


Kv. Haffi



__________________
Baldur

Date: Mar 22, 2006
Permalink   

Mér finnst sjálfsagt að skrifa um þá leiki sem ég kem til með að sjá. Sér í lagi fyrst það fellur í góðan jarðveg. Langaði að forvitnast hvort Vilmar verði með ykkur í sumar? Sá núna að 2 danir koma til liðs við ykkur í vor, fyrir utan hina tvo útlendingana sem voru í sumar. Ljóst að þið verðið fyrnasterkir. Yfirburða lið að mínu mati í riðlinum. Líka ljóst að einhverjir sem hafa verið að standa sig vel verða að víkja. Miðað við fjölda leikmanna þá gætuð þið hæglega skráð Hött b til þátttöku í 3.deild.


Kv. Baldur



__________________
Pétur F.

Date: Mar 22, 2006
Permalink   

Sæll Baldur.  Það væri magnað að fá hlutlausa pistla um einhverja leiki,  þú mátt endilega senda á pfg@simnet.is eða hafthor.atli@simnet.is pistil um þá  leiki sem þú sérð og við komum því hér inn á síðuna.


Varðandi fjölda leikmanna þá verður hann kanski ekki svo mikið meiri en á s.l. tímabili (skv frétt á fotbolti.net koma 7 og fara/hætta 7 leikmenn) þó við teljum gæðin vissulega vera mun meiri.  En eins og við rákum okkur á s.l. sumar þá er ekki nóg að sigra riðilinn, ef það væri eina markmiðið myndum við sjálfsagt keyra þetta án útlendinga.  Liðið Á heima í hærri deild og til þess að komast þangað án þess að ætla að treysta um of á Guð og lukkuna verður liðið einfaldlega að vera þeim mun betra.  Ég er alveg sannfærður um það að liðið í ár myndi verða í toppbaráttu í 2.deild, en það er ekki víst að það sé nóg til að komast upp úr 3.deildinni!


En svo má ekki gleyma því að í báðum deildarbikarleikjunum til þessa hafa 5 af 10 útileikmönnum verið 2.flokksstrákar og það er ætlun okkar að setja meiri metnað og kraft í að ná góðum árangri þar heldur en nokkurtíman áður.  En mín persónulega skoðun er sú að í 2.flokks riðlinum séu lið sem eru sterkari heldur en sum liðanna í D riðli 3.deildar(Nægir t.d. að benda á úrslit æfingaleikja 2.flokks Þórs við 3.deildarlið) og því ljóst að þar verður fullt af alvöru leikjum.



__________________
Pétur F.

Date: Mar 22, 2006
Permalink   

Gleymdi skólanördinum okkar á Bifröst, en Vilmar mun verða þar við nám eitthvað fram í júlí en koma svo Austur í sól og sumaryl.  Þá verður e.t.v. ef á þarf að halda hægt að fljúga honum í eh (bikar)leiki fram að þeim tíma.

__________________
Haffi

Date: Mar 22, 2006
Permalink   

Já, það er nú allt í fínasta lagi að fá hlutlausa umfjöllun um leikina okkar....og þeir sem vilja meiga endilega bara senda á mig eða Pétur....það er minnsta málið að birta það svo t.d. með okkar umfjöllun.


En ég ætla að nýta tækifærið og óska eftir einhverjum sem vill skrifa inn á þessa blessuðu síðu. T.d. eins og einhverjir fyrir austann sem mæta reglulega á æfingar og vita hvað er í gangi osf. Bara svona að birta fréttir inn á milli um allt á milli himins og jarðar. (meiðsli, leikbönn, skondnar sögur, umfjöllun um æfingaleiki osf.) En ég er ekki bara að tala um að birta fréttir heldur einnig að vinna í kringum síðuna. T.d. að taka myndir o.fl.


Hverjir eru heitir? Launin eru í kringum 200.000,- á mánuði til að byrja með + bónusar fyrir hverja frétt .....


Kv. Haffi



__________________
Baldur Snartarmaður

Date: Mar 23, 2006
Permalink   

Takk fyrir greinargóð svör drengir.


Langaði aðeins að forvitnast. Nú veit ég að hluti liðsins er staddur fyrir sunnan fram á vorið. Ekki búið þið svo vel að eiga frambærilegan markvörð í höfuðborginni sem vantar hugsanlega eina 5 leiki til að koma sér í spilform fyrir sumarið?  Markvörðuinn okkar er nefninlega erlendis og því erum við í bobba, ef svo má segja.


Kv. Baldur



__________________
Haffi

Date: Mar 24, 2006
Permalink   

Sæll Baldur


Það eru því miður engin markmaður að æfa með okkur hérna fyrir sunnan. Við erum á sameiginlegum æfingum með Huginn frá Seyðisfirði og þeir eru með tvo markmenn sem mæta á æfingar. Reyndar mætir bara annar þeirra á hverja einustu æfingu. Við eigum reyndar einn markmann í Rekjavík, en hann er reyndar skráður í Huginn og er hættur í fótbolta í bili.....en hann er nú bara að læra kokkinn og er alltaf að vinna....


En okkar markmenn eru fyrir austann, svo annar í Noregi sem kemur í Apríl....þannig að þið verðið að redda ykkur bara :)


Kv. Haffi



__________________
Page 1 of 1  sorted by
 
Tweet this page Post to Digg Post to Del.icio.us


Create your own FREE Forum
Report Abuse
Powered by ActiveBoard