Post Info TOPIC: Höttur- Neisti
Hallur

Date: May 29, 2006
Höttur- Neisti
Permalink   


Ég verð að segja að ég er ekki ánægður með framkomu nokkra stráka úr Neista frá því í síðasta leik, ég fékk mörg leiðinleg comment, ég bjóst við því þar sem sumir menn þarna virðast hafa þroska á við smákrakka og álíka gáfaðir um fótbolta og fiskifluga...


Ég valdi að spila frekar fyrir Neista heldur en Hött síðasta sumar, þar lét ég hjartað ráða því við áttum að vera með svakalegt lið, þegar leið á sumarið þá var enginn markmaður, við spiluðum með 14 ára gutta í markinu 3-4 fyrstu leikina, þvílikur metnaður, svo þegar leið lengra á sumarið þá voru svona 7-8 menn að mæta á æfingar, eitthvað sem ég þoli ekki, ég sjálfur mætti á allar æfingar, Rabbi og Bjartmar voru mjög duglegir að mæta líka... Enda með metnað fyrir að gera vel, svo voru sumir drengir fullir allar helgar og gátu aldrei rassgat í leikjum, það fyllti svo mælin að ég fékk ekki borgað það sem var búið að lofa mér....Ég veit að Rabbi var líka svikinn um það sem átti að gera fyrir hann...


Ég bý í Hafnarfirði núna og Jón Karls í Rvk, afhverju ættum við að skulda Neista það að spila fyrir þá, Rabbi og Bjartmar ráða sjálfir hvað þeir gera enda fullorðnir menn, Biggi er búsettur á Egilsstöðum..


Ég hef skorað flest mörk fyrir Neista frá upphafi og skulda þessu liði ekkert, það væri frekar öfugt, ekki bara skorað flest mörk heldur langflest, mér finnst að menn eigi frekar að vera þakklátir frekar að að vera að væla þetta....


Ég var búinn að ákveða að fagna ekki ef ég myndi skora gegn Neista, ætlaði bara að rölta til baka, en eftir mörg leiðinleg comment þá missti ég mig alveg þegar ég skoraði og tilfiningin var yndisleg, seinna markið var alveg jafn frábært :)


Ég sagði ekki orð í leiknum, reyndar sagði ég við Snjólf að hann væri hálfviti eftir að hann keyrði í mig þegar boltinn var langt frá, ég baðst afsökunar á því eftir leikinn en fékk ekkert til baka, ég þakkaði öllum fyrir leikinn enda löngu búinn að ákveða að gera það....


Ég mun samt vona að mínir gömlu félagar standi sig vel í sumar, mun halda með þeim í öllum leikjum nema gegn okkur, Skúli lítur vel út í sumar og óðinn er alltaf góður... Zoran er frábær leikmaður þó að hann hafi ekki ráðið við mig um daginn :) Margt jákvætt hjá Neista en ég mæli með því að þeir einbeiti sér meira að því að spila fótbolta í næsta leik....


Takk fyrir mig, Hallur K. Ásgeirsson



__________________
Salti

Date: May 30, 2006
Permalink   

..og af hverju ertu að röfla yfir þessu á þessu spjallborði?


annars er ég alveg á því að Neista menn eigi ekki að vera með leiðindi út í þig útaf einhverju svona, þó ég skilji ekki alveg af hverju þú ert í 3.deildinni, með fullri virðingu fyrir Hetti.


En ég hef þó furðað mig á því hvers vegna drengir frá Djúpavogi ganga til liðs við lið í sömu deild? Jú, ég veit að Höttur eru með sterkari og stærri hóp og ætla sér upp, en mér dytti ekki til hugar að gera hið sama og þeir í þeirra sporum, þó að menn væru kæruleysislegir varðandi æfingar. Svarið við því er ekki að fara í annan klúbb með meiri metnað, heldur beita sér fyrir því að meiri metnaður sé lagður í klúbbinn.. einhver þyrfti að rífa þetta upp og þar getur hver sem er hjálpað til við.


Þetta er einungis mín skoðun sem ég byggi á því sem ég veit, en ég tek fram að vera má að ég sé ekki fyllilega upplýstur um allar staðreyndir málanna.



__________________
Hallur

Date: May 31, 2006
Permalink   

Salti...


Ég veit ekki hver þú ert, en ég ætla að svara þessu eins vel og ég get..


Ég er ekki að röfla, mér finnst bara að fullorðnir menn eigi að sýna meiri þroska en þetta, afhverju þurfa sumir menn alltaf að hafa leiðindi í kringum sig?  framkoma nokkra manna var til skammar og mér finnst rétt að benda á það, ef ekki á síðunni hjá Hetti, liðinu sem ég er að spila með, hvar þá???


Eins og ég sagði þá vona ég að Neisti standi sig vel í sumar, ég mun alltaf bera virðingu fyrir Neista, það breytist aldrei...


Þú minnist á það afhverju ég sé í 3 deildinni með fullri virðingu fyrir Hetti:  Gulli þjálfari er besti vinur minn, ég lofaði honum fyrir mörgum árum að ég myndi spila fyrir hans hönd, hann kenndi mér margt þegar ég var ungur og ég skulda honum að reyna að gera mitt besta fyrir Hött.. Sjálfur lýt ég ekki á sjálfan mig það stórt að ég geti ekki spilað fyrir lið í 3 deild sem ætlar sér að komast upp.. Einnig á ég nokkra góða vini hjá Hetti og mér líkar vel hvernig menn vinna þarna í kringum liðið... Þegar ég spilaði árið 99 fyrir Hött þá stóðu þeir við allta sem þeir lofuðu og gott betur, það sama virðist vera að gerast núna, eitthvað sem sum lið ættu að taka til fyrirmyndar, ef við förum upp í sumar þá verð ég pottþétt þarna áfram...


Auðvitað er kannski skrítið að það séu svona margir FYRRUM neistamenn í Hetti en ég get bara svarað fyrir mig, og hef ég gert það hér að ofan, en öll lið sem vilja ná árangri verða að sækja menn annað, Höttur kæmist aldrei upp ef þeir hefðu bara heimamenn, þannig er þetta bara og þetta á við hjá öllum liðum, Liverpool hefði ekki orðið evrópumeistarar í fyrra ef þeir hefðu bara haft heimamenn, þeir vorum með nokkra spánverja, ástrala, Þjóðverja, Pólverja, Finna, Íra, Norðmann, Frakka og fl... Svona virkar þetta bara, þetta á við í atvinnumennsku og í 3 deild á Íslandi, þar sem þú vilt ná árangri þá þarftu að sækja góða menn og það vill bara svona til að við erum nokkrir sprækir strákar frá Congo sem vildu spila fyrir Hött....


Ég vona bara að þetta sumar verði gott og vonandi fara 2 lið að austan upp í haust, það er vel hægt og þá er bara að vona að Fjarðarbyggð, Sindir og Huginn haldi sér uppi, þá erum við að tala um svaka season næsta sumar :)


Góðar stundir...



__________________
Salti

Date: May 31, 2006
Permalink   

flott svar hjá þér Hallur. Það vill oft vera þannig að maður veltir fyrir sér hvers vegna menn gera hluti sem þeir gera og þú gafst mér svar við því hvers vegna þú værir hjá hetti, svo þakka þér fyrir.


og já, vonandi fer höttur upp og liðin í 2.deild haldi sér uppi (þó það sé líklegra að eitthvert þessara liða fari bara alla leið upp í 1.deild) en það er allavega gríðarmikill uppgangur og því leiðinlegt að sjá lið eins og Einherja hætta við þátttöku því 3.deildin var langskemmtilegust 2004, þegar það var sér og stór Austurlandsriðill og einnig mjög sterkur. Mér sýnist riðillinn sem austurlandsliðin eru í ekki vera mjög sterkur en ég þekki reyndar lítið til sumra norðanliðanna.


og með tilkomu knattspyrnuhallarinnar á Reyðarfirði sé ég fram á mikla byltingu í knattspyrnuiðkun yfir veturna, með tilheyrandi æfingum, æfingaleikjum og jafnvel æfingamótum milli liðanna hér fyrir austan yfir allan veturinn, og þá þurfa lið héðan ekki að fara norður til að etja kappi hvort við annað.


allavega, ég er kominn langt út fyrir upphaflegt umræðuefni svo ég segi stopp hér



__________________
Hallur

Date: May 31, 2006
Permalink   

Þarna er ég hjartanlega sammála þér....


Þetta verður bylting og vonandi eigum við fljótlega nokkur af sterkustu liðum landsins eftir nokkur ár á AUSTURLANDI.....


Takk...



__________________
Neistaaðdáðendur

Date: Jun 15, 2006
Permalink   

Við getum ekki lesið þessa grein án þess að svara henni því það er svo margt í henni sem er tóm vitleysa hjá þér Hallur minn.


Það má vel vera að það hafi verið einhver mórall meðal einstakra leikmanna en þú ert nú ekkert lamb sjálfur þegar kemur að skítakommentum, þó þú hafir nú verið rólegur og prúðmannlegur í þessum leik. 


Þú segist hafa valið að leika með Neista síðasta sumar í staðinn fyrir Hött og segir að við höfðum átt að vera með svakalegt lið, sem er nú bara alveg rétt.  Neisti lenti í 3-4 sæti ásamt Magna og er það næstbesti árangur sem Neisti hefur náð.  Það er rétt hjá þér að við spiluðum með 14 ára gutta í markinu sem reyndar var að verða 15 ára, hvað varst þú gamall þegar þú fórst fyrst að spila fyrir meistaraflokk Neista??  Afhverju ekki að leifa stráknum að spreyta sig þar sem enginn annar markmaður var til boða.  Alexander sem kom síðar fékk ekki atvinnuleifi nógu snemma, og var það bara klúður hjá útlendingaeftirlitinu, ekkert metnaðarleysi að okkar hálfu.  Þessi “fjórtán ára gutti” spilaði fyrstu tvo leikina, Baddi þann næsta og síðan Alexander næstu níu leiki. 


Hvaðan þú færð þær upplýsingar um að 7-8 manns hafi mætt á æfingar vitum við ekki, við mættum sjálfir á æfingar og voru þar mun fleiri en 7-8 manns.  Þú mættir nú ekkert sjálfur á allar æfingar Hallur minn, einhverjar helgar fórstu t.d. suður að spila á Ara í Ögri. 


Svo voru sumir drengir fullir allar helgar”!  Þetta er nú ansi hart til orða tekið.  Óli þjálfari var mjög strangur við menn sem duttu í það oftar en skyldi.  Hann refsaði þeim líka með því að velja þá ekki í hópinn eða byrjunarliðið.  Ekki vera svo að tala um metnaðarleysi og talandi um það að Neisti hafi ekki borgað þér.  Ekki sýnir það mikinn metnað að hætta á miðju tímabili eftir 5 leiki þar sem þú varst búinn að skora fimm mörk, sem telst mjög góður árangur.  Við misstum þrjá lykilleikmenn í fyrra sumar, Ljuba, Rabba og þig.  Þá höfðum við keppt 5 leiki, unnið einn, eitt jafntefli og þrjú töp.  Eftir að þið fóruð spiluðum við 7 leiki, unnum 5 og töpuðum 2, það er metnaður.  Hefðum jafnvel endað ofar ef þið hefðuð verið með. 


Ekki vitum við hverjir hafa verið að segja að þið skuldið Neista eitthvað, ekkert hlusta á þannig bull.  Nú erum við búnir að svara fyrir okkur og viljum engin leiðindi.


                                                                                                             Takk fyrir okkur


                                                                                                                 Neistaaðdáðendur


 


           



__________________
Rabbi

Date: Jun 16, 2006
Permalink   

Amen...! :) en eins og eg segi fyrir mig þa vildi eg bara frekar spila fyrir hött frekar en neista...! enginn leiðindi þar a milli..! þeir skildu vel sem þurftu að skilja það!!


blizzzzaðir!!



__________________
Neistamaður

Date: Jun 17, 2006
Permalink   

Hallur hvað meinaru með því að menn nenntu ekki að mæta á æfingar... úu til hamingju að þú hafir mætt svona vel, það ætti líka ekki að vera erfitt fyrir mann sem nennir ekki að vinna og er að aumingjast alla daga.... sumir þurftu að vinna á meðan æfingum stóð og sumir voru kannski þreyttir eftir vinnu o.s.fv. En það voru nú aldrei 7-8 manns á æfingu...

En hallur þú að dæma þroska aðra... ég held að þú veist það best að þú ert ekki með miklu meiri þroska en 10 ára krakki.



__________________
Neistaaðdáandi

Date: Jun 18, 2006
Permalink   

Rólegur Neistamaður í að vera með leiðindi...  Þetta er bara fótbolti sem skapar oft einhverjar erjur sem gleymast svo strax!



__________________
Hallur

Date: Jun 19, 2006
Permalink   

Hahahaha, afhverju þora menn ekki að skrifa undir nafni :)


Það sem eg sagði er bara heilagur sannleikur, eg for nu bara a Djupavog til að horfa a ykkur spila gegn Magna, þar voru nokkrir menn vist að djamma a föstudeginum og allavega einn daginn fyrir leik, hann var tekinn ut ur hopnum, þetta sannar kannski min orð hvað varðar drykkju leikmanna :)


Og ef eg svara þessu með vinnudæmið þa var eg að beita, eg reði vinnutimanum sjalfur og gat haft þetta eins og eg vildi, einnig fekk eg agætis pening fyrir að spila fotbolta, sennilega eitthvað sem þu munt aldrei fa, enda sast það kannski best i siðasta leik sem við spiluðum, eg skoraði 2 mörk og við unnum 3-1 :)


Eg þykist alveg vita hver skrifar þetta og spurning fyrir þig að skeina þig aður en þu girðir þig vinur, eg skrifa undir minu nafni og afhverju getur þu það ekki lika :) ???


Eg vill ekki hafa nein leiðindi, hvernig þið komuð fram i þessum leik fannst mer til skammar og eg vildi bara koma þvi a framfæri, skil ekki afhverju þarf að vera leiðindi a milli manna þo að þeir seu að spila fotbolta, þetta a að vera gaman...


Eg vona að Neista gangi allt i haginn, oheppnir a moti Magna þar sem þeir skoruðu ekki löglegt mark, og Neisti tapaði 1-0, en svona er boltinn....


Eg ætla ekki að syna vanvirðingu og kalla þig aumingja eða eitthvað þo að eg hafi personulegar skoðanir a þer, er bara ekki svona oþroskaður...


Goðar stundir...


 



__________________
Hilmar

Date: Jun 20, 2006
Permalink   

Sælir allir.
Því er ekki að neita að við Hattarmenn höfum fengið góðar sendingar frá Djúpavogi, bæði þjálfara og leikmenn og því tek ég ekki nærri mér þó við séum kallaðir nöfnum eins og B lið. Bara að B liðið sé þá betra en A liðið . Ég bið menn hins vegar um að nota ekki þennan vettvang í persónuleg skot, því samband stjórnarmanna Neista og Hattar er með ágætum og okkur mikilvægt að það haldist þannig, þó áfram verði tekist á inn á vellinum.


Þessi síða er afar góður vettvangur fyrir okkur Hattarmenn til að spjalla um knattspyrnuleg málefni og þannig viljum við halda því, þó þetta sé ekki opinber síða okkar heldur óopinber (og sú eina). Það hefur sínt sig að áhangendur annarra liða fylgjast vel með þessari síðu og trúlega er þetta einhver fjölsóttasta og líflegasta síðan á þessu sviði. Húrra fyrir Haffa með það. En vörumst að skemma hana...



__________________
Neistamaðurrrr

Date: Jun 20, 2006
Permalink   

Neistamaðurr

Jæja Hallur haltu þér saman og reyndu að þroskast mér finnst mikill óþroski að eiga Íslandsmet í félagaskiptum að vera alltaf að skipta um lið og stundum í sama liðið og svo koma við í Neista í leiðinni og það kalla ég ekki mikinn metnað að skipta alltaf um lið og bhafa ekki trú á sínu félagi en ég verð að segja við þig að þú ert ekki velkominn í Neista aftur allavega ekki á meðan ég er að spila þar já en ég ætla að tækla þig í næsta leik og mér dettur ekki einusinni í hug að taka í höndina á þér fyrir þann leik

__________________
Óskar

Date: Jun 20, 2006
Permalink   

jæja við ættum þó allavega að geta fundið það út hver neistamaðurr er með því að sjá hver tekur ekki í höndina á Hall í næsta leik.  Þetta sýnir mesta óþroskann að koma hérna inn og svara Halli með svona skítkasti án þess að skrifa undir nafni.  


 En Hallur, þú verður líka að passa þig hvað þú segir.  T.d. það að einhverjir hafi verið að djamma á föstudag fyrir magnaleikinn.  Hvað hefuru fyrir þér í því.  Ég skal lofa þér því að það var ekki einn einasti leikmaður Neista á djamminu á föstudeginum.  Og sama á laugardagskvöld.  Og það sama á við um hina leikina okkar í sumar, sem eru búnir að vera á mánudegi, þriðjudegi og sunnudegi.  Menn hafa sleppt því að drekka fyrir þessa leiki.  Það sama var upp á teningnum í fyrra.  Eini maðurinn sem var að skemma fyrir sjálfum sér í fyrra með drykkju var ég.  Enda gat ég hvort sem er ekkert æft út af nárameiðslum (og hvað er þá betra en að detta bara í það)  Mæting á æfingar í fyrra var ein sú besta síðan ég byrjaði að æfa.  Við spiluðum meira að segja nokkrum sinnum 11 á móti 11 og það hefur aldrei gerst áður síðan ég byrjaði.  Enda sýnir árangur Neista síðasta sumar það alveg. 


Og hallur þetta með skýtköst í leiknum.  Á fyrstu alvöru æfingunni minni síðasta sumar sagðir þú við mig að ég kæmist aldrei í hópinn því ég væri svo lélegur.  Það getur vel verið að ég sé ekki góður í fótbolta en svona segir maður ekki við liðsfélagana.  En þetta gerðist í hita leiksins og þetta var búið og gleymt og allt fyrirgefið þegar æfingin var búinn.  Er ekki möguleiki að eitthvað hafi verið sagt við þig í leiknum um daginn einmitt í hita leiksins.  Eitthvað sem ekki var meint.  Ég hef reyndar ekki hugmynd um það hvað það er sem fór svona í þig að þú þurftir að stofna þennan mjög svo umrædda spjallþráð, en allavega vonandi getum við allir bara leist það í næsta leik með því að spila fótbolta.  Og hætta þessu kjaftæði sem er í gangi hérna með einhverjum nafnlausum comentum og skítkasti út í hvorn annan.  Þú ert nú einu sinni congobúi og við eigum ekki að þurfa að vera að rífast um svona smámuni.  Og gangi þér svo vel að skora áfram eins og þú ert búin að vera að gera, nema á móti okkur hér á Djúpavogi.  Því að hallur því miður ætla ég ekki að leifa þér að skora aftur á móti Neista.


Áfram Neisti



__________________
Hallur

Date: Jun 21, 2006
Permalink   

Jæja Neistamaður, þu segir það :) en afhverju ætti mer ekki að vera sama um það hvað þer finnst? og a eg að fara að grata afþvi þu vilt ekki taka i höndina a mer? og er eg ekki velkominn aftur a meðan þu ert að spila, ætli Höttur og Neisti vilji þa skipta a okkur?   hummmm, mig grunar Neist væri alveg til :)


Mer gæti bara ekki verið meira sama, ef þu nærð að mæta markametið mitt fyrir Neista þa skal eg reyna allt til þess að fa að taka i höndina a þer :)


Þu þykist vera einhver töffari en getur ekki skrifað nafnið þitt, þegar þu ert að skrifa undir Neistamaður þa ertu að tala fyrir hönd allra, en allavega eins og eg sagði: mer er gæti ekki verið meira sama kallinn minn :)


Oskar: Eg man eftir þessu atviki, eg sagði við þig nakvæmlega: þu matt byrja að rifa kjaft um leið og þu kemst i liðið... Eg sagði þetta i reiði en eg bað þig afsökunar strax eftir æfingu..


Ef eg svara þessu með drykkjuna fyrir Magnaleikinn þa get eg sagt þer það að það var leikmaður hja Neista sem sagði mer fra þessu, Steinar var t.d i hop gegn Magna en var fullur kvöldið aður, eg vildi ekki nefna nein nöfn, en þu ert að spyrja þannig að eg svara...


En eg vill bara benda a það að eg sagði ekkert i þessum umrædda leik og hagaði mer eins og maður, enda nenni eg ekki að standa i einhverju bulli inna vellinum.. Eg hef ekkert a moti neinum i þessu liði og vill Neista allt það besta, Mer bra bara yfir þvi hvernig menn letu, menn sem maður hefur spilað með i mörg ar og syna ekki meiri þroska en þetta... Frekar leiðinlegt þvi þetta er ju bara fotbolti...


En annars þa vona eg að við getum bara gleymt þessu bulli, og Oskar þakka þer fyrir agætis bref og vonandi gengur þer vel og Neistaliðinu lika....


Siðari leikurinn verður vonandi spilaður við betri aðstæður, efast reyndar ekkert um það, völlurinn a Kongo litur vel ut og það verður bara gaman að koma og spila gegn Neista, hef bara einusinni spilað gegn Neista en aldrei a Djupavogi....


Afram Höttur og Neisti :):)



__________________
Bjarni

Date: Jun 22, 2006
Permalink   


Neistamaðurrrr wrote:

Neistamaðurr
Jæja Hallur haltu þér saman og reyndu að þroskast mér finnst mikill óþroski að eiga Íslandsmet í félagaskiptum að vera alltaf að skipta um lið og stundum í sama liðið og svo koma við í Neista í leiðinni og það kalla ég ekki mikinn metnað að skipta alltaf um lið og bhafa ekki trú á sínu félagi en ég verð að segja við þig að þú ert ekki velkominn í Neista aftur allavega ekki á meðan ég er að spila þar já en ég ætla að tækla þig í næsta leik og mér dettur ekki einusinni í hug að taka í höndina á þér fyrir þann leik




Þetta er nú meiri óþroskinn, hvað er eiginlega að þér? ertu 12 ára?
Að minnsta kosti að skrifa undir nafni ef þú ætlar að vera með svona leiðindi. "Ætla að tækla þig í næsta leik." Þú hlýtur að vera að grínast???

__________________
Gunnar Sigvalda

Date: Jun 23, 2006
Permalink   

Jæja Hemmi minn... alltaf í boltanum!

__________________
Siggi Már

Date: Jun 27, 2006
Permalink   

Hallur mér finnst ekki sniðugt að hefja svona umræður þú vissir alveg afleiðingarnar af þessu ( held samt að þú hafir lúmskt gaman af þessu) mér finnst samt enn fáránlegri svörinn frá neistamönnum þó fyrir utan neistaaðdáendur commentið.

annars kveðja frá DK og vegni báðum liðum vel í sumar og ekki láta næsta leik fara uppí vitleysu útaf svona rugli.

__________________
Natan Leó

Date: Jun 27, 2006
Permalink   

Já Hallur minn ég ætla nú ekkert að vera eitthvað að rífa mig hér vill bara óska þér til hamingju með pabbahlutverkið aftur. en jæja ég vill bara óska þér góðs gengishjá Hetti og þú ættir nú kannski að reyna að vera markahæstileikmaður hattar frá upphafi eins og hjá okkur og mig hlakkar mjög til næsta leiks hjá okkur 13 júlí og þá sjáum við hvort liðið er betra

__________________
Hallur

Date: Jun 27, 2006
Permalink   

Takk Natan...


Bið að heilsa ömmu þinni :)


Já hlakka til að sjá mæta ykkur aftur, gangi þér vel kallinn minn..



__________________
Page 1 of 1  sorted by
 
Tweet this page Post to Digg Post to Del.icio.us


Create your own FREE Forum
Report Abuse
Powered by ActiveBoard