Post Info TOPIC: Flottur leikur strákar
Pétur F.

Date: Jul 1, 2006
Flottur leikur strákar
Permalink   


Úr því þessi vettvangur var notaður til að skamma ykkur fyrir lélegan leik gegn Leikni (sem þið áttuð vafalaust skilið :) að þá verð ég nú að fá að hrósa ykkur fyrir leikinn í kvöld gegn Magna.


Mjög flottur leikur og góð og skemmtileg knattspyrna ásamt baráttu út um allan völl.  Meira af þessu takk.



__________________
Gummó

Date: Jul 1, 2006
Permalink   

Þar sem Pétur var nú fyrri til þá ætla ég bara að taka undir orð hans, því ekki er sanngjarnt að koma bara með pistil þegar liðið spilar illa heldur einnig þegar það spilar vel eins og raunin var í gær!  Ætla að reyna að koma með nokkra punkta um hvern mann:  Oliver hafði lítið að gera, en greip vel inní þegar þess þurfti og lét vel í sér heyra við að stjórna vörninni, sem er mjög gott!  Heimir stóð sig virkilega vel varnarlega en var óheppinn með þessi meiðsl sín því þetta var ljótt brot.  Gjoko og Rabbi voru feikna góðir í miðri vörninni og má geta þess að Rabbi var, að mínu mati bezti maður vallarins að öðrum ólöstuðum!  Bjartmar er á mikilli uppleið og gott að hafa strák sem er nánast jafnfættur í stöðu sem þessari.  Þó að Logi sé ekki vanur að spila á hægri kanti, þá skilaði hann sínu mjög vel, fékk reyndar 2 mjög góð færi sem hann hefði átt að nýta, alla vega annað þeirra og svo fiskaði hann einnig vítaspyrnuna.  Kristian nýtist vel í þessa stöðu og tel ég að þetta sé staða sem hæfi honum mjög vel, stór á miðjunni og missti vart skallabolta allann leikinn, stóð sig mjög vel!  Goradz átti fínann dag, dreifði boltanum vel og barðist allann tímann.  Stefán er magnaður leikmaður og sýndi það í þessum leik, ómissandi í þetta lið og svo virðist sem strákurinn sé með skapið á réttum stað sem stendur, það er baráttuandinn.  Jón var mjög hreifanlegur og skapaði mikla hættu með hraða sínum og færni með boltann, mjög fínn leikur!  Hallur setti 2, og þar að auki átti hann mjög góðann leik, losaði boltann mun oftar en hann hefur gert í þeim leikjum sem ég hef séð í sumar og átti margar góðar sendingar uppí hornin sem sköpuðu hættu með fyrirgjöfum! Varamennirnir komu allir inná með mikla baráttu og veiktist liðið lítið við þær skiptingar sem gerðar voru, enda ekki nema von þar sem hópurinn er það stór að ekki eru mikið síðri menn á bekknum en í byrjunarliðinu.  Bottom line er að þetta var vel spilaður leikur og mikil barátta var í liðinu frá upphafi til enda og vonandi verður áframhald á svona leikjum, þá þurfum við ekki að hafa neinar áhyggjur af komandi úrslitakeppni því þar verður liðið með svona spilamennsku.


.....:::::Pís át:::::...... Dúllarinn;)



__________________
Hallur

Date: Jul 3, 2006
Permalink   

Já það kom að því að við spiluðum góðan leik, reyndar hafa 2 síðustu leikir verið mjög góðir, við erum enþá að stilla strengina, strengirnir voru falskir í byrjun en núna höfum við fengið okkur stillitæki og allt er klárt fyrir tónleika :)


Menn eru enþá að læra inná hverna annan, margir strákar sem hafa ekki spilað saman áður og allt tekur þetta tíma.. Við erum í fínum málum og nú er bara að halda áfram, ég vill líka þakka fyrir stuðninginn á vellinum, hann er mikilvægur og það var gaman að sjá allt þetta fólk á vellinum.. Það er líka gott að sjá að menn nenna að skrifa hérna eftir vinningsleiki...


Mér fannst bara allir vera að standa sig vel, allir að gefa sig á fullu í þetta, enda var aldrei neitt annað í stöðunni en að við myndum vinna þennan leik, ég man bara ekki eftir færi sem þeir fengu í leiknum... Núna er smá pása frá leikjum og ætlum við að nýta hana í það að stilla strengina enn betur, ég er nú reyndar líka með strengi í löppunum en ég ætla ekki að stilla þá neitt, vona bara að þeir fari :) vá hvað ég er fyndinn, það ætti að rukka inná þessa síðu, útaf þessum bröndurum :) 


Að lokum kemur hér ein vísa : Hallur hérna skrifar inn, heldur djarfar greinar, fyrir reiði nokkra núna finn, nefni bara Natan og hann Steinar.... 


PÍS :)



__________________
Page 1 of 1  sorted by
 
Tweet this page Post to Digg Post to Del.icio.us


Create your own FREE Forum
Report Abuse
Powered by ActiveBoard