Post Info TOPIC: Hver verður næsti þjálfari Hattar?
COACH

Date: Sep 28, 2006
Hver verður næsti þjálfari Hattar?
Permalink   


Það væri gaman að sjá hver menn haldi að verði næsti þjálfari Hattar?

Einnig væri gaman að sjá hvern menn VILJA fá sem næsta þjálfara Hattar?

Endilega komum afstað smá umræðu um þetta.

__________________
Hattur

Date: Sep 28, 2006
Permalink   

Loksins er Höttur búnir að tryggja sér sæti í 2.deild , það eru margir sem hafa beðið lengi eftir því og til þess að halda liðinu þar tel ég mjög mikilvægt að ráða sem hæfastan mann í að stjórna liðinu... flestir vita að Eysteinn Hauks gamli Hattarinn er orðinn samningslaus hjá Grindavík, það væri mjög sterkur leikur að fá hann til að þjálfa liðið og spila með því, enda er augljóst mál að hann yrði Hattarliðinu mikill fengur. Eysteinn er góð fyrirmynd og bera allir gífurlega mikla fyrir virðingu honum á Egilsstöðum sem og annars staðar, hann er með mikla reynslu sem mun nýtast honum bæði sem þjálfari og leikmaður inn á vellinum og myndi hann getað miðlað henni til annara leikmanna. ef þessi þyrfti ætti hann ekki að eiga í vandræðum með að styrkja liðið með utanaðkomandi leikmönnum, enda eflaust kominn með góð sambönd eftir öll árin í boltanum.
Það væri skelfilegt ef Höttur myndi lenda í "þjálfaraveseni" , ráða einstakling í starfið sem ræður ekki við það, eins og gerst hefur nokkrum sinnum síðustu ár og eyðilagt nánast sumrin fyrir þeim sem að boltanum koma..
Allir vita hversu sterkur persónuleiki Eysteinn er og hversu trúr hann er boltanum.. með ráðningu á honum verður ekki "keyrt út í óvissuna" eins og oft hefur verið gert með slæmum afleiðingum.. !!
spurningin er bara.. er hann viljugur að taka á móti þessu verkefni .. ?!
ÁFRAM HÖTTUR !!

__________________
Hallur

Date: Sep 28, 2006
Permalink   

Það er leiðinlegt að Gulli skuli vera hættur, hann gerði mjög góða hluti fyrir Hött..


Ég held að það væri frábært fyrir félagið að fá Eystein, ef hann hefur áhuga á þessu starfi, sem að mig grunar að hann hafi, spurningin er frekar hvort að hann telji það rétt að koma austur að þjálfa á þessum tímapunkti, hann einn getur svarað því..


Áfram Höttur..



__________________
fagmenn

Date: Sep 29, 2006
Permalink   

Eysteinn Hauksson yrði snilldin ein!!

__________________
Spjallarinn

Date: Sep 29, 2006
Permalink   

Hvað með Gústaf Adólf Björnsson? Mér skilst að hann sé vinsælasti þjálfari sem hefur þjálfað Hött undanfarin ár. A.m.k. að mati leikmanna. Núna er hann á lausu og finnst mér að hann ætti að vera ofarlega á óskalistanum.

En svo er Eysteinn Hauksson auðvitað maðurinn í þetta, ef hann vill.

Þessir tveir eru þeir sem myndi henta liðinu best að mínu mati.

Takk fyrir mig.

__________________
Petersen

Date: Sep 29, 2006
Permalink   

Er ekki bara hægt að fá þá báða!

__________________
andri ómars

Date: Sep 29, 2006
Permalink   

þegar ég heyrði að gulli væri hættur,datt mér strax í hug eysteinn,sannur hattari,toppmaður í starfið,ef ekki hann?,borgfirðinginn njál eiðsson!!hann var þjálfarinn minn 1 sumar,þvílíkur agi sem hann hélt uppi!

__________________
Old Keeper

Date: Oct 2, 2006
Permalink   

Ég tek undir allt sem Hattur segir, Eysteinn væri besti kosturinn. Mikill félagi, sterkur leiðtogi, vinsæll á Héraði og einn mesti Hattarmaður sem uppi hefur verið!
Gústaf gerði góða hluti hérna...nema að koma liðinu upp! Hann virðist ekki hafa náð góðum árangri frá því hann fór héðan.
Njáll er ekki rétti maðurinn fyrir okkur. Hörku nagli með mikinn aga, en móralskt séð ekki nógu góður.
Ég hef heyrt að Gummi Magg. á Seyðisfirði hafi sýnt okkur áhuga. Toppmaður! Næst besti kosturinn!

Eystein heim.....!!!!


     



__________________
Hattari

Date: Oct 5, 2006
Permalink   

http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=40258


Njáll Eiðsson, Gústaf Adolf og Gummi Magg.. Allir verið nefndir hér fyrir ofan.. Hver er besti kosturinn?? Að mínu mati væri gaman að sjá borgfirðinginn Njál Eiðsson í þessu starfi, mikla reynslu og aga.


Einnig stendur að Reynir Sandgerði vilja fá Eystein..


Enn hvernig ætli leikmannamálin standa, verða allir áfram?


 


Höttur í 1. deild!!



__________________
Hötturinn

Date: Oct 5, 2006
Permalink   

Ég er sammála síðasta ræðumanni... Njáll Eiðs er náttúrulega frábær kostur, reynslubolti sem getur kennt liðinu mikið, margir af þeim sem hafa haft hann sem þjálfara segja að hann sé sá besti, hann mun án nokkurs vafa skila árangri með liðið...


Gústaf Adolf er kostur númer 2, vita allir hvað hann kann, væri gott að fá hann aftur


Gummi Magg... ég tel hann lakasta kostinn, við þurfum einhvern reyndan til að taka við liðinu !!!...



__________________
Firðir

Date: Oct 6, 2006
Permalink   

Langbesti kosturinn fyrir Hött er niðri á fjörðum og þekkir að fara upp með lið úr 3.deild

__________________
gummo

Date: Oct 8, 2006
Permalink   

Verd nu ad segja tad ad ef folk alitur Gumma Magg sem slakasta kostinn, tha vita menn litid!  Tel hann bezta kostinn i stodunni, thjalfari med lid i 8 lida urslitum meistaradeildar kvenna 2006, su keppni stendur enn yfir, og tar ad auki frabær leikmadur og felagi!!  Hann hefur lika sin sambond, a orugglega audvelt med ad ad fa til okkar goda leikmenn ef ahuginn er fyrir hendi, viti!


Gustaf er toppthjalfari lika, en af thvi hann kom ekki Hetti upp 2003 tha hætti hann sem thjalfari... finnst tad ekki mikill madur til ad bera ef uppgjofin er thannig hja honum! 


Eysteinn er frabær, klarlega... svo er hann lika svo fallegur:)


thakka fyrir ad gudjon thordar sagdi nei vid thessu starfi, ja og De Bosque



__________________
Óttar

Date: Oct 8, 2006
Permalink   

Hlustiði á moldpunginn hann Gummó...þessi fagmaður veit alveg hvað hann er að segja!


 


Gummó...hvernig er deigið?



__________________
Pétur

Date: Oct 8, 2006
Permalink   

Ég held að það sé nú ekki rétt að Gústaf Adolf hafi hætt vegna þess að liðið fór ekki upp.  Samningur hans var einfaldlega ekki lengri og ekki tókust samningar um að ráða hann áfram á heilsársgrundvelli.  Kann að vera að eitthvað hafi spilað inní að Selfoss í 2.deild og nær Rvk komu til sögunnar.


En nú þekki ég ekkert til Gumma Magg,  hvað hefur hann þjálfað fyrir utan mfl kvk hjá Breiðablik, hvaða árangri náð osfrv?



__________________
Gummo

Date: Oct 8, 2006
Permalink   

Thad er ekki eins og Breidablik kvenna, se ekki slæmt lid til ad thjalfa!!  Alit ad Petur se buinn ad akveda ad Gummi se ekki madurinn, ekki annad hægt en ad hlæja af thvi!!  Segir meira en mørg ord um petur! . . . Gudmundur Magnusson er vellærdur thjalfari og ef Höttur  ætlar ad na arangri, tha er hann madurinn til thess... og ekkert rugl:)


og ottar, thu ert moldmagnadur:)



__________________
Pétur

Date: Oct 9, 2006
Permalink   

Ég geri ráð fyrir að það megi skrifa þetta auka ekki hjá Gummó á danska bjórverðið og ætli ég verði ekki að skrifa hans álit á mínu áliti :) líka á það.


Þar sem að ég hef nákvæmlega enga vitneskju um Gumma Magg, aðra en þá að hann var fínasti leikmaður með Huginn og að hann er að ná ágætis árangri með mfl Breiðablik kvk í ár að þá dettur mér ekki í hug að ákveða eitt né neitt um það hvort Gummi sé maðurinn eða ekki.  Til þess að geta tekið afstöðu til þess þarf ég að hafa forsendur eins og menntun (sem Gummó segjir að sé mjög góð og ekki dreg ég það í efa), fyrri störf og árangur og síðast en ekki síst upplýsingar um aðra valmöguleika.

En þar fyrir utan að þá ræð ég nú engu um þetta þannig að Gummó getur andað rólega :)



__________________
Behang

Date: Oct 9, 2006
Permalink   

Ekki tel ég að það yrði skynsamleg ákvörðun að ráða þjálfara sem ekki hefur gert neitt síðustu ár nema vera í einhverju meðalfokki með góð lið og nú síðast féll hann um deild með Hauka. Og ekki fór han upp með Hött hér um árið, sem þá var með frábært lið á 3.deildar mælikvarða. Fyrir þann sem ekki kveikir um hvern er verið að ræða þá heitir hann Gústaf Adolf.

__________________
Hallur

Date: Oct 9, 2006
Permalink   

Það var ekki Gústaf að kenna að liðið fór ekki upp, þetta verður að skrifast á mig, eða hvað ég hefði nú frekar vilja spila fyrir Hött í úrslitakeppninni en Gústaf hringdi ekki í mig en það gerði Ejub 100 sinnum, hahaha, þannig að ég verð að taka þetta til baka, þetta var Gústafi að kenna :)


Nei nei þetta var bara smá djók, maður má nú sprella smá þar sem maður hefur ekki hætt að brosa síðan við komumst upp...


Ég vona að þjálfaramálin fari að ráðast sem fyrst, ég hefði viljað hafa Gulla og Vidda áfram, er ekki bara spurning um að ráða barnapíu svo að Gulli hafi tíma, ég býð mig fram enda þaulvanur faðir, Gulli tekur sennilega ekki vel í það þar sem börnin myndu klæðast rauðri treyju allann daginn, þá er ég ekki að tala um Arsenal treyjuna ;)


Pressa meira á Gulla....


Ef það gengur ekki þá væri ég til í að sjá Gumma Magg, ég held einfaldlega að hann myndi láta liðið spila sóknarbolta á meðan Njalli er kannski meira af gamla skólanum...


En ég er ekki að segja að Njalli og Gústaf séu slæmir kostir, alls ekki þetta eru topp menn allt saman en mitt álit er 1. Gulli 2. Gummi Magg 3. veit ekki 4. G. Souness...


Takk og bæ



__________________
óli

Date: Oct 9, 2006
Permalink   

Það verður að vanda valið vel og ég veit að Vilberg,Brynjar skúla,Elvar jónsson,Heimir Þ,Víglundur Páll Einarsson og Goran Nikolic myndu allir hafa áhuga á starfinu

__________________
EGS

Date: Oct 9, 2006
Permalink   

óli wrote:


Það verður að vanda valið vel og ég veit að Vilberg,Brynjar skúla,Elvar jónsson,Heimir Þ,Víglundur Páll Einarsson og Goran Nikolic myndu allir hafa áhuga á starfinu



Ég er sammála því að það verði að vanda valið vel, enn sé samt engan af þessum sem góðan kost.. Frekar þá sem hafa verið nefndir á undan!


Mín tillaga er Eystein Hauksson sem "head coach" og Kristian Pedersen sem aðstoðarþjálfara! Hvað haldiði um það?


Er síðan annars alveg dauð? Engar fréttir lengur.. Og svo er það nú varla að hún virki lengur þessi blessaða síða! Gæti ritstjórinn kannski svarað þessu?:)


 



__________________
Haffi

Date: Oct 9, 2006
Permalink   

Já, ég skal sko svara þessu EGS minn :)

Málið er að þetta Blogdrive.com dæmi er ekki að gera sig. Þeir sem eru með þráðlaust net hjá Símanum fá ekki alltaf upp síðuna. Einnig þeir sem eru með hæga nettengingu. Það kemur að það næst ekki samband við "host" eða eitthvað soleis. Þetta er búið að vera vandamál alveg frá því að ég byrjaði með síðuna í október 2004.

En ég mæli samt með að menn setji þessa slóð => http://www.activeboard.com/forum.spark?forumID=78350 í "Favorites" hjá sér til að geta komist beint inná spjallið. Það virkar nefnilega alltaf.

Þannig að fyrst að síðan virkar svona sjaldan, þá er ég ekkert endilega að skrifa svo mikið inná hana. Og svo er tímabilið ný búið, þannig að það er nú ekki svosem mikið að skrifa um. Þannig að ég bara bendi mönnum á að nota frekar spjallið til að t.d. ræða um þjálfaramál hjá m.fl kk og kvk.

Einnig er ég að vonast eftir að það verði gerð "ekta" heimasíða fyrir rekstarfélagið, t.d. Hottur.is. Ég veit um nokkra aðila sem gætu gert síðuna (útlitið) og svo t.d. stjórn eða einhverjir leikmenn séð um að setja inn myndir, fréttir og upplýsingar um leikmenn.

Kær kveðja,

Hafþór Atli

__________________
Viddi

Date: Oct 9, 2006
Permalink   

Það er fínt að allir hafi skoðanir á þessu máli en ég held að Hilmar liggi undir feld svona fram undir aðalfund og þá komi hann með trompið sem hann er með á hendi. Hver veit??


Í mínum huga þá finnst mér að það ætti að ýta aðeins betur á Gulla sem er búinn að gera mjög góða hluti með liðið. Fyrst að Eysteinn Húni stórlax úr Laugarvöllunum er ekki tilbúinn til frekari búferlaflutninga strax þá væri Gummi Magg sennilega mjög vænlegur kostur hef heyrt margan manninn bera honum góða söguna. 


Annars vill ég fá Árna Páls inn á þing, hverjir eru sammála um það??


Kv. Viðar



__________________
Maður

Date: Oct 10, 2006
Permalink   

Eysteinn yrði bestur í þetta, en þar sem mér heyrist á öllum að hann verði áfram í Grindavík, þá verðum við bara að sætta okkur við það ...


ef að það séu áræðanlegar heimildir að Njáll Eiðsson hafi áhuga á starfinu þá væri það hlægilegt að ráða hann ekki. Lið í 2.deild úti á landi ætti að vera mjög ánægt bara með að svona virtur þjálfari hafi EINHVERN áhuga að taka við því !!!.


afhverju ? :


í 1.lagi þá er hann gríðarlega reyndur þjálfari, sem þjálfað hefur í EFSTU deild, fullt af frábærum leikmönnum


í 2.lagi þá er hann gamall LANDSLIÐSMAÐUR og efstu deildar leikmaður, og sem fyrrverandi slíkur getur hann KENNT mönnum að spila fótbolta og ráðfært hverjum og einum hvað þurfi að bæta, ólíkt fráfarandi þjálfurum


í 3.lagi mun hann án efa halda uppi aga í hópnum, leikmenn komast ekki upp með neitt múður hjá honum og velja liðið "utan frá" þá 11 bestu af hlutlægni og er lítil hætta á mismunun vegna vináttutengsla sem oft er tilfellið hjá svona litlum félögum.


í 4.lagi hann er þvílíkur keppnismaður sem sættir sig ekki við neitt nema sigur !!


í 5.lagi orðspor hans sem þjálfari er gríðarlega gott og margir leikmenn sem undir hans stjórn hafa verið, sagt að hann sé sá hæfasti hér á landi.


Staðreyndin er sú að Höttur er komið upp um deild í fyrsta skipti í fjölda ára.  Höttur þarf að skipta um gír og keyra í þetta verkefni af fullum krafti með sem hæfasta þjálfarann, leikmenn munu taka vel á móti hörðum aga í samræmi við metnað þeirra í að koma liðinu sem efst á töfluna í deildinni !!..... eigum við að ráða fyrrverandi landsliðsmann í knattspyrnu sem þjálfað hefur í efstu deild eða einhvern annan sem kemst ekki með tærnar þar sem hann hefur hælana......


fyrir mér liggur svarið augum uppi..!!! hugsið um hag félagsins


Gústaf Adolf finnst mér vera kostur númer 2..


er alls ekki að segja að gummi magg sé ekki hæfur til að taka við liðinu, en þegar maður lítur hlutlaust á málin, samanborið við Njál eða Gústaf, þá eru það klárlega þeir 2 síðastnefndu !!


.. takk fyrir



__________________
Hear Hear

Date: Oct 10, 2006
Permalink   

Djöfull segir síðasti ræðumaður allt sem þarf. Ég vil meina að Njáll sé MJÖG góður kostur fyrir þetta lið. En það er ekki enn vitað hvort hann hafi sótt um starfið, þannig að við verðum bara að vona það... Ef að leikmenn eru hræddir við að hafa aga og strangan þjálfara þá hafa menn bara ekkert að gera í fótbolta.


Væri frekar fyndið ef að Njáll og Gústaf hafi ENGAN áhuga á þessu og allir hérna á spjallinu bara búnir að tala um ekki neitt. (hehe) ?!


Ég segi og skrifa : Njáll Eiðsson er maðurinn í starfið (ef hann hefur sótt um). AF hverju ? Jú, hann hefur þjálfað lið í efstu og 1.deild við góðan orðstýr og hefur einfaldlega skapið sem þarf til að halda aga, skipulagi og samkeppni um stöður uppi. Hann fór upp með Val, náði ágætis árangri með slakt lið ÍBV og svo er hann austfirðingur.


En það verður gaman að sjá hver verður ráðinn. Væri helvíti gaman að heyra hvenær það irði? Fyrir áramót?



__________________
BB

Date: Oct 11, 2006
Permalink   

Njáll Eiðsson

__________________
Njall Eidsson

Date: Oct 11, 2006
Permalink   

Ja, en eg er skollotur!!!! 

__________________
óli

Date: Oct 11, 2006
Permalink   

já mér líst vel á njál en ég er ekki viss um að hann sé laus og þetta er líklega típan sem vantar.Menn bera virðingu fyrir honum.Ég held reyndar að það sé svipuð týpa hjá KFF hann Heimir Þorsteinsson.Ég heyrði á manni sem til þekkir þar á bæ að hann hafi mjög gott lag að mótivera menn fyrir leiki og nái alltaf öllu út úr mönnum.


Annar maður sem mér finnst koma til greina er Vilberg Jónasson hann er allt öðruvísi en Heimir sennilega skemmtilegri týpa og jú enn að spila.Við þurfum mann sem við þekkjum til og mann sem kostar ekki milljónir. Njáll og Gústaf eru held ég allt of dýrir


 


kv 'oli



__________________
Hallur

Date: Oct 11, 2006
Permalink   

í 3.lagi mun hann án efa halda uppi aga í hópnum, leikmenn komast ekki upp með neitt múður hjá honum og velja liðið "utan frá" þá 11 bestu af hlutlægni og er lítil hætta á mismunun vegna vináttutengsla sem oft er tilfellið hjá svona litlum félögum.


Ef að þetta á að vera eitthvað skot á Gulla og hans vini, ef svo er þá langar mig að svara þessu! Ég kom í Hött vegna þess að Gulli hringdi í mig 2 á dag, ég kom í Hött útaf honum, ég skoraði 28 mörk í 19 leikjum, er það ekki ágætis vináttutengsl?? 


Allavega þá held ég að þetta eigi ekki við hjá Hetti, allavega ekki undir stjórn Gulla, kannski hérna áður fyrr, ég veit minna um það, svo eru Gulli og Jón góðir félagar, vill benda á það að mér fannst Jón vera frábær í sumar, þó aðalega í úrslitakeppninni, en Gulli var ansi duglegur að skipta honum útaf, hann var td líka á bekknum gegn sínu gamla liði Neista..


Eitt enn í sambandi við þetta comment, þó að ég hefði spilað eins og Ronaldiniho í sumar þá hefði Gulli aldrei verðlaunað mig sem besta leikmann eða eitthvað annað og ef hann hefði fengið að ráða einhverju þá hefði ég ekki fengið nein verðlaun en Hilmar sá til þess að ég fékk verðlaun fyrir mörkin í sumar, því hann pressaði mikið á mig að skora :)


Ein spurning í viðbót fyrir þann sem heldur ekki vatni yfir Njáli: Ef hann er færasti þjálfari á landinu afhverju er hann ekki þá þjálfari hjá FH eða KR eða jafnvel Fylki?  og afhverju hefur hann þá ekki verið að þjálfa neitt undanfarið?


Ég er ekkert að skjóta neitt á Njál, hann er mjög fínn þjálfari og skemmtilegur karakter, ég er meira að svar öðrum og afhverju geta menn ekki skrifað undir nafni? hvað er málið með það? menn eru með svakalegar yfirlýsingar hérna en geta ekki staðið undir nafni, á maður þá að taka mark á þeim, ég held bara alls ekki, mér finnst það lýsa viðkomandi..


Menn eru að tala endalaust um aga hérna, byrjum á því að sýna þann aga að geta sýnt á okkur andlitið, ef við getum það ekki þá getum við alveg eins verið að leika okkur...



__________________
Óliver

Date: Oct 11, 2006
Permalink   

Gaman að lesa þessa umræðu, svona á þetta að vera.
Vil nú bara taka fram að sá sem skrifar undir nafninu "Óli" er ekki ég, enda er ég allsekki sammála öllu sem hann segir.

Stjórnin hefur mikilvæga vinnu framundan, treysti þeim fullkomlega til að finna réttan mann í starfið.

Áfram Höttur!

Kv, Óliver



__________________
Nesta

Date: Oct 12, 2006
Permalink   

Hallur, ég get nú ekki séð að þetta eigi að vera skot á Gulla og hans "vini", enda stóðu þessir "vinir" hans (ef þú ert að meina Djúpavogsbúa) mjög vel í sumar. Ræðumaðurinn er frekar bara að segja að hann vilji ekki fá slíkan þjálfara. Þeir eru nefnilega nokkrir þannig hér á landi.


Held að þessi maður sé frekar að segja sína skoðun á þessum þjálfaramálum alveg eins og þú ert búinn að vera gera hérna á spjallinu. Og allir eiga rétt á því.


Núna í gær var birt á Fotbolti.net að Höttur væru að leita sér að nýjum þjálfara. Þá getur bara ekki verið að þeir séu að vinna á fullu með einhver nöfn. Nema kannski Eystein Hauks. Þannig að þessi nöfn sem er búið að birta hér á spjallinu koma kannski bara alls ekki til greina.



__________________
1 2  >  Last»  | Page of 2  sorted by
 
Tweet this page Post to Digg Post to Del.icio.us


Create your own FREE Forum
Report Abuse
Powered by ActiveBoard