Post Info TOPIC: Sumarið
Tóti Borgþórs

Date: Apr 10, 2008
Sumarið
Permalink   


Er ekki kominn smá tími á að rífa þetta spjall upp? Flest félög eru með spjall á sínum síðum og mikið líf er á flestum þeirra og mjög gaman að fylgjast með þeim.

Hvernig líst mönnum á sumarið sem er alveg að fara að hefjast? Ég er allavega virkilega spenntur að fara að taka þátt í þessu sem er í gangi og ef við gerum þetta af krafti held ég að þetta sumar gæti bara verið skemmtilegt og árángur verður góður.

Sé að "við" erum að standa okkur vel í Lengjubikarnum, sá reyndar að Toni skoraði í síðasta leik þannig að eitthvað hlýtur að vera að en það er ekkert sem hægt er að rífa sig upp úr :)

__________________
Jón Karls

Date: Apr 11, 2008
Permalink   

Svo ég komi Tona til varnar, þá var þetta mark hans einstaklega fagmannlegt að öllu leyti. Afgreiðslan, sem var úr nokkuð þröngu, en samt galopnu færi, var það yfirveguð og fáguð, að boltinn var ekki byrjaður að þenja netmöskvana, þegar Toni hélt rakleiðis af stað til baka í "Shearer fagnið".

Varðandi sumarið, þá tek ég undir með Tóta að, það lítur bara helvíti vel út. Endanlegur hópur virðist vera kominn og held ég að hann verði mjög sterkur.
Ég held að það sé engin spurning, að við eigum að stefna á að blanda okkur í toppbaráttuna. Liðið endaði í 6. sæti á síðasta tímabili og miðað við þá leikmenn, sem bæst hafa við síðan þá, ætti toppbaráttan alls ekki að vera óraunhæft markmið.

__________________
Rabbi

Date: May 4, 2008
Permalink   

Algjörlega sammála því, við erum með góða blöndu af leikmönnum þetta tímabil, svo verða sennilega allir komnir þegar við tökum æfingahelgina, síðustu helgina fyrir mót.
En það er alveg augljóst að hver einn og einasti þarf að hafa fyrir því að vera í liðinu þetta árið. Sem er náttúrulega bara flott mál.
Málið er að byrja mótið strax, frá fyrsta leik til hins síðasta.
Við vitum það vel sjálfir að ef við gefum okkur alla í þetta sem er ekkert annað en ásættanlegt, þá eigum við að vera í toppbaráttunni í sumar.
En við þurfum að hafa fyrir því.

Ég kýs markið hans Tona fallegasta mark ársins!! Yfirvegaður Curly ball alveg út við stöng, segir allt sem segja þarf!

__________________
anton

Date: May 4, 2008
Permalink   

þetta var svona henry afgreiðsla, eins og hann gerði best þegar hann spilaði fyrir Arsenal, grunar að það sé ástæðan fyrir því að jón sé svona hrifinn.  rabbi getur ekki skorað nema með hausnum og  þess vegna  heldur hann að allir varnarmenn geti ekki skorað nema með hausnum, en maður afsannaði það heldur betur fyrir honum



__________________
Hilmar

Date: May 6, 2008
Permalink   

Sammála því að rífa þetta spjall aðeins upp. Það þyrfti að sjást betur á forsíðunni. En það stefnir allt í fínt fótboltasumar. Menn eru nokkuð að skila sér til okkar þessa vikuna, Uros kom í gær, Ali kemur á föstudaginn að öllum líkindum, Tóti á laugardaginn og Jeppe þann 16. maí. Síðan virðast menn hafa verið að taka vel á í vetur og halda einbeitingu og ég er sannfærður um að það eigi eftir að reynast dýrmætt þegar sígur á seinni hluta mótsins. Nú er bara að byrja almennilega svo við séum með frá upphafi. 

__________________
Víglundur

Date: May 6, 2008
Permalink   

Ég ætla að setja mittt atkvæði á markið hans Tona sem mark undirbúningstímabilsins. Ég persónulega get ekki beðið eftir fyrsta leik. Menn eru búnir að vera leggja sig fram í öllum leikjum og hafa gaman af. Ég vill meina að ef menn leggja sig fram að þá kemur hitt í kjölfarið. Þannig að þetta lítur mjög vel út hjá okkur. Hópurinn orðin stór og góður og menn þurfa virkilega að hafa fyrir því að komast í liðið, sem er bara mjög gott. Nú þurfa menn bara að hafa trú á næstu verkefnum ,þar að segja að við getum komist upp og þá hef ég ekki áhyggjur af sumrinu. Við förum suður um helgina spilum æfingaleik og hópurinn æfir saman. Síðan er bara komið að fyrsta verkefni sumarsins sem er útileikur gegn virkilega sterku liði Víðis og er manni farið að hlakka mikið til að spila alvöru grasleik. Ég hvet sem flest til að koma og hvetja liðið í sumar og sjá hvað er í gangi hjá Klúbbnum. Kv Verkstjórinn

__________________
Haffi

Date: May 7, 2008
Permalink   

Bið ég um mikið þegar ég vill fá 10+ mörk frá Vilmari, Jeppe eða Jóni í sumar? Tona?

__________________
Pétur F.

Date: May 7, 2008
Permalink   

Já Haffi, í það minnsta frá Villa. Hann hefur varla skorað mark síðan Viddi stal vítaspyrnunni hans á Húsavík um árið og hafði þar með af honum Íslandsmetið fyrir flest skoruð mörk í leik.

__________________
kalli

Date: May 13, 2008
Permalink   

Þetta sumar lofar góðu leikmanna hópurinn er sterkur, nú þurfa menn bara að þjappa sér vel saman og bíta frá sér strax í byrjun og sýna að við erum ekki bara papírs lið.. Hörku leikur strax á föstudaginn í Garðinum.. 3 stig ef menn mæta rétt stefndir....ekki spurning, þó ekki meigi vanmeta Víði

Áfram Höttur

__________________
Page 1 of 1  sorted by
 
Tweet this page Post to Digg Post to Del.icio.us


Create your own FREE Forum
Report Abuse
Powered by ActiveBoard