Post Info TOPIC: Víðir - Höttur
Hilmar

Date: May 8, 2008
Víðir - Höttur
Permalink   


jæja, nú styttist í fyrsta leik. Víðismenn verða sóttir heim í Garðinn. Liðið okkar ætti að mæta betur undirbúið til leiks en í upphafi móts í fyrra, en samt verður að viðurkenna að Garðsvöllurinn er trúlega einn erfiðasti útivöllur deildarinnar. Ég spái 2-2 jafntefli, Víðismenn skora sín bæði úr vítum, en við jöfnum á lokasekúndunum með marki frá Rabba. Stebbi skorar hitt markið úr víti, sem Tóti fiskar.

__________________
Haffi

Date: May 8, 2008
Permalink   

Himmi, rólegur á vítunum maður!

Ég gíska að þessi leikur fari 1-0 fyrir okkar mönnum, þar sem að við erum með svona helvíti sterka vörn. Markið kemur einmitt eftir langa aukaspyrnu utan að velli, og sá sem skorar er enginn annar en ....... Vilmar Freyr Sævarsson. Já hann ætlar sko að skora sitt fyrsta mark frá því að hann fékk boltann í sig og svo yfir línuna á móti Magna í fyrrasumar. (ps. eina markið hans í fyrrasumar)...djöfull verður hann pirraður að lesa þetta.....og sýnir það á vellinum með marki!

__________________
Jón Karls

Date: May 9, 2008
Permalink   

Ég spái því að við vinnum 0-3 og að ég skori þrennu.biggrin

__________________
Tóti Borgþórs

Date: May 9, 2008
Permalink   

Hehehe líst vel á spánna hjá Johnny Karls

En spái að þetta verði baráttu leikur og Stebbi fær spjald fyrir kjaft og Rabbi rautt fyrir að slá til leikmanns.

En þolinmæðin lætur okkur samt vinna 2-0, bæði mörkin í seinni hálfleik

__________________
Andri Ómars

Date: May 9, 2008
Permalink   

Þetta verður miðjuþóf mest allann leikinn,en höttur tekur stigin 3 með marki á seinasta korterinu í leiknum..mér er´alveg sama hver skorar!

En til að koma með nafn,þá seigi ég að Uros skori,enda búinn að vera sjóðandi heitur í Slóveníu upp á síðkastið samkvæmt fréttum á hottur.tk :)

Áfram Höttur

__________________
Arnar Þór Ingólfs

Date: May 10, 2008
Permalink   

Ég ætla að vera djarfur og spá 3-1 útisigri okkar manna. Uros skorar fyrsta mark leiktíðarinnar með skalla eftir aukaspyrnu frá hægri sem að Stebbi tekur.

Ég vil að Egilsstaðabúar fyrir sunnan fjölmenni á þennan leik! Ég veit að ég mun reyna að mæta á alla útileiki Hattar í sumar og vona að það verði sterkur stuðningshópur á útileikjunum.. biggrin.gif

Haaaattarkveðja Arnar Þór

__________________
Óliver

Date: May 13, 2008
Permalink   

Ég spái steindauðu 0-0 jafntefli í rigningarveðri. Lítið af færum, mikið af löngum sendingum og mikil barátta eins og oft einkennir fyrstu leiki tímabilsins.
Við skulum búast við MJÖG erfiðum leik og vera sáttir með öll þau stig sem við getum tekið úr Garðinum. Er nú ennþá ferskt í minni hockeytæklingin sem að kóngurinn fékk víti fyrir í uppbótartíma í úrslitakeppninni fyrir tveim árum.
Það mark sendi okkur sennilega upp um deild. Leikirnir við Víði voru lang erfiðustu leikirnir það tímabil og við skulum ekki búast við neinu öðru í ár heldur!

Þetta verður allavega fáránlega spennandi.. Koma svo!!

Áfram Höttur!

__________________
Pétur F.

Date: May 13, 2008
Permalink   

Rétt hjá Óla, ekki við öðru að búast en um jafnan leik verði að ræða og skv spánni á fotbolta.net sannkallaðan toppslag, en nú hefur spáin fyrir öll sæti nema efstu þrjú verið birt og ljóst að ÍR, Höttur og Víðir verma þau sæti.

Ég skora á alla Hattara á Suðurlandinu að fjölmenna

Ég spái því að Suðurnesjarokið verði búið að feykja skýunum í burtu svo ekki verði um rigningarleik, heldur einungis rokleik að ræða og hann fer 1-2 fyrir okkur. Víðismenn komast yfir í byrjun leiks á meðan Hattarvörnin er enn upptekin af nýju búningunum, Jón jafnar öðruhvoru megin við hálfleik úr aukaspyrnu með aðstoð Kára. Það verður svo eh varamaðurinn sem tryggir okkur sigur undir lokin með potmarki.

__________________
king

Date: May 13, 2008
Permalink   

Þetta verður baráttu leikur og eitthvað stress í mönnum firstu mínúturnar, en ef menn mæta rétt stefndir þá klárum við þennan leik 3-1 jón,stebbi,vilmar(ef þeir eru ekki á skot skónum þá get ég alveg séð um að skora þessi 3 mörk fer bara fram síðasta korterið og redda þessu:)

Strákar nú er þetta að byrja og við erum klárlega tilbúnir í slaginn, sýnum það á föstudaginn.. ekkert helvítis kjaftæði..

__________________
Magoo

Date: May 13, 2008
Permalink   

ÉG vil nú gera þá kröfu að Höttur haldi hreinu. Við vinnum þetta 0-1 og Anton skorar sigurmarkið.

__________________
Gummó

Date: May 13, 2008
Permalink   

Þessi leikur endar 2-1 fyrir Hetti.  Bjartmar skorar með ægilegri neglu í fyrri hálfleik, Víðir jafnar en Tóti stígur upp og skorar sigurmarkið, fyrir Baba sín;) hehe
Vona bara að þið spilið góðan leik strákar mínir, fer ekki fram á meira;)

Ole ole ole . .

__________________
petersen

Date: May 14, 2008
Permalink   

Ég spái 1-2 sigri fyrir hetti. Ég segi að sjálfsögðu að markamaskínan og shentilmennið Vilmar freyr skori eitt og leggi svo upp hitt fyrir glysrokkkónginn Stefán Eyjólfsson.

Við þetta má svo bæta að Við Logi erum í bullandi toppbaráttu í einhverri danskri deild þar sem Celtic er í 2 sæti sem stendur held ég.!

Pís.!



__________________
Óliver

Date: May 14, 2008
Permalink   

Petersen, fyrir hönd Spyrnis: Komdu heim!

smile

__________________
anton

Date: May 14, 2008
Permalink   

heimir og logi fyrir hönd skemmtannagildis egilsstaða,  komiði heim



__________________
Dagsi

Date: May 15, 2008
Permalink   

0-1.
Rabbi skallar hann inn eftir hornspyrnu á 92. mínútu.

__________________
Huginn Rafn

Date: May 16, 2008
Permalink   

1-2 fyrir hetti, Tóti enduropnar gamla markareikningin sinn fyrir Hött og Doc tryggir okkur svo sigur á 85 mín.



__________________
Haffi

Date: May 17, 2008
Permalink   

Fínn leikur í dag. 1-1 eru fín úrslit. Jeppe var nálægt því að verða hetja dagsins, en hann sýndi góða takta og skilar klárlega nokkrum mörkum í sumar.



__________________
Page 1 of 1  sorted by
 
Tweet this page Post to Digg Post to Del.icio.us


Create your own FREE Forum
Report Abuse
Powered by ActiveBoard