Post Info TOPIC: Höttur - ÍH
Haffi

Date: May 22, 2008
Höttur - ÍH
Permalink   


Ég ætla að vera djarfur og spá okkar mönnum 3-0 sigri. Veit, pínu "kokkí" en Anton, Jeppe og Jón eiga eftir að setja mörkin

Svo Spyrnir - Huginn á föstudaginn....!

__________________
Pétur F.

Date: May 22, 2008
Permalink   

Ég ætla bara að halda mig við fyrstu spánna þangað til hún verður rétt (munaði sáralitlu síðast) og segi að það fari 2-1 fyrir okkur. IH ingar komast yfir í byrjun leiks á meðan Hattarvörnin er að sóla sig, Jón jafnar öðruhvoru megin við hálfleik úr aukaspyrnu. Það verður svo eh varamaðurinn sem tryggir okkur sigur undir lokin með potmarki. :)

Og best að spá um Spyrnir - Huginn líka

Ég segi að það fari 2-1 fyrir Spyrni. Huginn komast yfir í byrjun leiks eftir svakaleg mistök Hugins, Grjóni jafnar öðruhvoru megin við hálfleik úr aukaspyrnu. Það verður svo eh varamaðurinn sem tryggir okkur sigur undir lokin með potmarki :)

__________________
Jón K

Date: May 22, 2008
Permalink   

Ég spái 2-0 fyrir okkur. Markaskorarar verða Rabbi (Lengjustuðull 9,90 - sami og er á jafntefli í körfubolta - helvíti líklegt) og Jeppe (Lengjustuðull 1,10 - sá sami og er alltaf á Arsenal-sigur).

Jafnframt ætla ég að spá því að Spyrnir vinni Huginn á föstudaginn, 3-1. Markaskorarar verða Haffi (víti), G. Mihailov og Njáll nokkur Reynisson. Viddi lagar svo stöðuna fyrir Huginsmenn, með því að skora sjálfsmark í uppbótartíma.

__________________
Andri Ómars

Date: May 22, 2008
Permalink   

þessi leikur fer 3-1 fyrir Hetti og markaskorarar verða stebbi,jón karls og jeppe!!
tek undir það sem kemur fram hér aað ofan,að Hafnfirðingarnir komast yfir þar sem hattarmenn verða að ná sér í tan fyrir afmælishátíðina,en svo í hálfleik þá hrekkur Höttur í afmælisskap og setja 3 mörk í síðari hálfleik!!

Hvernig er það,er Hallur Ásgeirsson leikmaður ÍH???

Varðandi leik Spyrnis og huginns þá tel ég spyrni merja eins marks sigur,en ef það verður mikið af seyðfirðingum á pöllunum,gæti það verið vítamínsprauta fyrir Huginn.

Við verðum bara vera dugleg við að mæta á völlinn og hvetja okkar lið bæði Hött og spyrni biggrin.gif

__________________
Óliver

Date: May 22, 2008
Permalink   

Andri: Hallur er ekki leikmaður ÍH eins og staðan er í dag. Held meira að segja að hann sé skráður í Hött? Hitti hann um daginn og þá sagði hann að hann væri ekkert að fara að spila neitt vegna bakmeiðsla. Slæmt, hefði verið flottur hjá Spyrni :)

Höttur - ÍH 3-1..  Mörk: Aljosa, Stebbi og Lundi neglir honum síðan inn undir lokin.
Skil ekki þessa trú manna á Antoni sem markaskorara, hann er löngu búinn að henda gulu skónum og þar með öllum töfrum sínum fyrir framan markið. Jafn miklar líkur á því að hann skori eins og að Hilmar setjann fyrir Spyrni í sumar ;)

Ég ætla annars ekki að spá um mitt lið, verður hörkuleikur og ég vona bara að héraðsbúar verði duglegir að mæta og styðja okkur.

kv. Óli



__________________
Rabbi

Date: May 22, 2008
Permalink   

Ég held að Spyrnir taki huginn 4-1 þar sem minn maður setur 2 mörk, sem er Njáll Reynis! svo setur Haffi boltann í netið með þrumufleyg efst uppi hægra hornið, svo hef ég trú á því að nýskipaður fyrirliði hann Jörgen skori eftir hornspyrnu þó ekki með skalla!

Höttur vs ÍH
Ég held að Jón nái sér ekki á strik í þessum leik og...neinei djók. Jón setur fyrsta markið fyrir okkur, svo kemur Jeppe með 2 mörk. Spá því að vörnin verði búin að fara í ljós fyrir leikinn og að þeir verði svo tanaðir að sjálfstraustið verður í botni þessar 90 mín og við höldum hreinu! Anton mun líka sanna það að hann er ekki markaskorari með því að klúðra dauðafæri! :)


__________________
Stefán Andri

Date: May 23, 2008
Permalink   

Ég segi að Höttur taki ÍH 1-0 í gríðarlegum baráttuleik. Jeppe skýtur okkur í 4 stig með marki á 78' mín eftir flotta skyndisókn.


Spyrnismenn sýna svo að liðið sé komið til að vera og sigra Huginn 3-1. Viddi stangar knöttinn í netið í byrjun og rífur síg úr tíunni í fögnuðinum. Elvar og formaðurinn klára svo leikinn áður en Huginsmenn minka muninn..

__________________
Anonymous

Date: May 23, 2008
Permalink   

rabbi: er óttar með tan-bekk heima hjá sér, vantar smá uppá tanið hjá mér. maður gripur ekki svo auðveldlega í tan-kremið þegar maður er fluttur út frá steinari og kroyer :)

ég hef mikla trú að rabbi fari að skora. hann er buinn að klúðra svo mörgum færum uppá síðkastið að það hlýtur að fara að styttast í markið. (tel ekki HEF. mótið með rabbi) svo held ég að jói fari að skoa líka.

__________________
anton

Date: May 23, 2008
Permalink   

átti síðasta comment, klikkaði á að merkja mér það

__________________
Page 1 of 1  sorted by
 
Tweet this page Post to Digg Post to Del.icio.us


Create your own FREE Forum
Report Abuse
Powered by ActiveBoard