Post Info TOPIC: Sindri - Spyrnir
Haffi

Date: May 29, 2008
Sindri - Spyrnir
Permalink   


Góður sigur á Leikni F. um daginn, en sá leikur er búinn og núna er leikur við Sindra á mánudaginn á Hornafirði. Sem formaður ætlast ég til að menn mæti með hausinn í lagi (samt alltaf aulahúmorinn með), og berjist fyrir áframhaldandi þáttöku í VISA bikarnum!

Ætla ekki að spá um úrslit.

-- Edited by haffi at 13:53, 2008-05-29

__________________
Pétur F.

Date: May 29, 2008
Permalink   

Haffi, semuru ekki bara við Sindramenn, við fáum sigur í bikarnum og þeir í deildinni og allir sáttir :)

En svona grínlaust þá hefur byrjunin hjá Spyrni verið vægast sagt frábær og vonandi að Elvar haldi áfram að koma okkur alltaf yfir á 5 mínútu leikjanna. Það er nú ekki lengra síðan en fjögur ár að Höttur náði hvorki að leggja Huginn né Leikni að velli á heilu tímabili, sem Spyrnir hefur nú afrekað í tveimur fyrstu leikjunum.

Í mínum huga sínir það svart á hvítu hversu frábær lyftistöng fyrir fótboltann á héraði tilkoma rekstrarfélagsins hefur reynst vera. Á áðurnefndu tímabili (Það síðasta fyrir tilkomu rekstrarfélagsins) kom það fyrir oftar en einusinni að bekkur Hattar var ekki einusinni fullmannaður. Nú er það svo að í þeim Spyrnisleikjum sem búnir eru hafa mjög svo frambærilegir fótboltamenn ekki náð inn í 16 manna hóp og Hattarliðið að líta vel út í efri hluta 2.deildar.

Hinsvegar verður þessi Sindraleikur virkilegur prófsteinn því þar er lið sem hefur fullt erindi upp í 2.deild og hef ég heyrt að þrátt fyrir að missa þeirra langbesta mann hafi þeir styrkst frekar en hitt frá fyrra ári, m.a. með fjölda erlendra spilara.

__________________
Stefán Andri

Date: May 29, 2008
Permalink   

Já ég held það sé ekki spurning að rekstrarfélagið hefur verið að gera gott mót..

En hvað um það, ég hef fulla trú á að við komumst áfram í næstu umferð og leggjum Sindra af velli eftir vítaspyrnukeppni. Elvar verður nú eitthvað seinn í gang og kemur okkur yfir eftir 10 mínútna leik en Sindramenn jafna seint í leiknum. Ekkert verður skorað í framlengingu og Bjarneby verður svo hetjan í vítaspyrnukeppninni, líkt og þegar hann varði víti gegn Völsung nyrðra í 2. flokk þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma.
Áfram Spyrnir.

__________________
Hilmar

Date: May 29, 2008
Permalink   

Gaman að fá þetta spjall hér. Ég skal viðurkenna að ég reikna síður með sigri Spyrnis, tel að Sindramenn verði of stór biti. Nú er það bara ykkar að afsanna svona hrakspár. Vonandi gefa leikmenn færi á sér í þennan leik, það væri óneitanlega ávísun á ævintýrasumar ef Spyrnir næði lengra í bikarnum. Mín raunsæja spá er 3-1 fyrir Sindra, Viddi gerir sjálfsmark á 2. mínútu og á síðan stórleik eftir það, Ingvi skorar potmark eftir þvögu í teig Sindramanna. Í síðari hálfleik í framlengingu skora Sindramenn tvö mörk.
Gangi ykkur vel Spyrnismenn.

__________________
Óliver

Date: May 29, 2008
Permalink   

Himmi, þú ert í hóp.

Ég er ekki nógu sáttur með að lykilmenn í þessu liði séu ekki að mæta á æfingar þegar þær eru. 5 af þeim sem byrjuðu síðasta leik mættu á æfinguna í kvöld. Hvað er það? Sumir láta vita, aðrir ekki. Þetta þurfum við að bæta, flest annað er til fyrirmyndar.

ÆFING á SUNNUDAG kl 13:00 á Eiðavelli.
Þeir sem voru á æfingu í kvöld fengu skilaboð um það að allt sem kallast áfengi kemur ekki til greina um helgina. Við ætlum okkur í 3 umferð!!

__________________
Ingólfur Örn

Date: May 31, 2008
Permalink   

Hilmar, ekki sáttur með þessa spá.

Ég er sammála þér að Viddi skorar sjálfsmark, Elvar jafnar að sjálfsögðu og svo skorar Gorazd Mihailov sigurmark á 92mínútu og fagnar ennþá meira en hann gerði gegn Leikni í vikunni!

FH Á FELLAVÖLL

Áfram Spyrnir

__________________
Huginn Rafn

Date: Jun 1, 2008
Permalink   

Jæja Spyrnismenn, förum að gíra okkur upp fyrir morgun daginn. Verðum að leggja allt í sölurnar til að komast í 32 liða úrslit, þýðir ekkert væl þó það vanti nokkra leikmenn.

Ekkert kynlíf í kveld, mætum allir með fullan pung og sýnum þessum Hornfirðingum hverjir ætla sér í 32 liða úrslit. Ekkert leiðinlegra en að láta Sindra slá sig út í bikar, bæði í karla og kvenna boltanum

__________________
Tóti Borgþórs

Date: Jun 2, 2008
Permalink   

Hahahaha mætum með fullan pung.....Þægilega fyndið Huginn :)

En já koma svo Spyrnir....nú þegar mest reynir á og marga menn vantar þarf að sýna úr hverju menn eru gerðir og gera þetta af krafti. Hafa trú á þessu og þá eigiði góðan séns í að komast í 32 liða úrslitin og fá stórt lið.

Spyrnir vs Tindastóll á Villa Park....draumaleikur

__________________
Pétur F.

Date: Jun 2, 2008
Permalink   

Tóti, Spyrnir færi ekkert að spila í 32 liða úrslitum á eh hlutlausum velli með hlaupabraut á milli áhorfenda og vallar :)

En í ljósi affalla sem eru á leikmannahópi Spyrnis þar sem nánast heilt byrjunarlið er fjarverandi ætla ég að leyfa mér að spá fyrsta tapi Spyrnis og endar leikurinn 5-1 fyrir Sindra þar sem Viddi lætur mótlætið fara í taugarnar á sér og fær rautt spjald. Ef Himmi og Njáll Eiðs verða óvænt kallaðir inn í hóp mun Spyrnir þó sigra 1-0

__________________
Hilmar

Date: Jun 2, 2008
Permalink   

Þakka traustið Pétur, ef ég hefði séð þetta fyrr þá hefði ég örugglega heyrt í Njalla og við skellt okkur í leikinn. En.....kemur bara næst Spyrnir. Sé á ksi.is að þið eruð 6-0 undir og leikurinn enn í gangi núna kl. 22.15. Þýðir það að staðan var jöfn í leikslok og Sindra menn gerðu 6 í framlenginguconfused

__________________
Page 1 of 1  sorted by
 
Tweet this page Post to Digg Post to Del.icio.us


Create your own FREE Forum
Report Abuse
Powered by ActiveBoard