Post Info TOPIC: Sindri vs Spyrnir í deild, spá um leikinn
Huginn Rafn

Date: Jun 3, 2008
Sindri vs Spyrnir í deild, spá um leikinn
Permalink   


Jæja drengir, mættum 12 á æfingu í dag sem er drullu léglegt. Rífum þetta nú upp og drullumst til að mæta allir á æfingu á fimmtudaginn, líka þeir sem hafa ekki verið í hóp, því þetta er þeirra tækifæri til að sanna sig.

Að mínu mati þurfum við líka á föstudaginn að mæta straxs til leiks og hafa móralinn í lagi. Við vorum bara sofandi í byrjun leik á móti Sindra og það eina sem við gerum var svo að rífast. Það er klárlega enginn 6 marka getumunur á þessum liðum.


Held að þessi leikur verði erfiður fyrir Spyrnismenn, enda er Sindri með gott lið, en að þessu sinni ólíkt seinasta leik, mun leikgleði og barátta skila okkur 1-2 sigri

__________________
Anonymous

Date: Jun 3, 2008
Permalink   

þetta er bara flott

__________________
Pétur F.

Date: Jun 4, 2008
Permalink   

Ekkert rugl drengir. Engin ástæða til að láta ein slæm úrslit fara eh í taugarnar á sér, þetta lið er eina liðið í okkar riðli sem er ekki stofnað til að ná úrslitum heldur fyrst og fremst til að ná í reynslu og skemmta sér (og vissulega er skemmtilegra að vinna en tapa)

Spái því að Óli mæti með þéttan varnarmúr á Höfn á föstudag og við náum 0-0 jafntefli.

__________________
Hilmar

Date: Jun 4, 2008
Permalink   

Annar erfiður leikur, en nú er klárt að menn hafa möguleika á betri úrslitum. Spái 1-0, ekki alveg með það á hreinu hvorum megin það lendir - viðurkenni að ég á ekki von á því að Spyrnir leggi Sindra en vona það. Segi því Spyrnissigur og það verður Jörgen sem skorar með hælspyrnu.

__________________
Jón Karls

Date: Jun 4, 2008
Permalink   

Ekkert markvert mun gerast í 80 mínútur, en þá mun Spyrnir fá hornspyrnu sem Hafþór tekur. Ramos jr. öskrar "ÖÖÖrsta", Hafþór neglir fyrir og Viddi kemur á ferðinni og hamrar boltann í netið.
Við markið munu Sindramenn vakna til lífsins og í framhaldinu gera harða hríð að marki Spyrnismanna. Huginn mun m.a. bjarga á marklínu á 89. mín. Á 91. mín mun svo Njalli fá deddara eftir hraða sókn, en skýtur í utanverða stöngina. Á 94. mínútu munu svo Sindramenn jafna, en markið mun verða af "ódýrari" gerðinni, þ.e. eftir mikið klafs í teignum, þar sem Spyrnismönnum mistekst að hreinsa.

Niðurstaðan verður því ásættanlegt 1-1 jafntefli.

__________________
Captain Cósak

Date: Jun 4, 2008
Permalink   

Ég segi það sama og Huginn, eftir 6-0 tap þá er lágmark að menn reyni að rífa þetta upp strax á næstu æfingu. En það gerðum við ekki svo að við eigum bara eina æfingu fyrir leik á Föst og þá er eins gott að allir mæti. Því svo ég tali fyrir mig og vonandi flesta aðra spyrnismenn þá ætla ég ekki að keyra alla þessa leið á höfn, og spila svona skítaleik eins og um daginn. Svo menn verða koma og leggja sig allan fram á fimt og vera meira en tilbúnir á föst og því þetta á eftir að verða hörku leikur. Það væri nu líka gaman að fá nokkra stuðnings menn á höfn því sama hversu margir þeir eru þá eru þeir alltaf mikilvægir.

En Drengir núna þýðir ekkert að vera með þessa tussubolta, ganga með höfuð hátt og koma svo brjálaðir á höfn á föst því við ætlum ekki að tapa fyrir þessu liði. Þeir eiga það ekki skilið eftir síðasta leik þar sem við gáfum þeim allt sem við áttum. Núna komum við og tökum stoltið okkar til baka með baráttusigri!!!

Áframm Spyrnir!!!!

__________________
Anonymous

Date: Jun 4, 2008
Permalink   

já, það hljóta einhverjir stuðningsmenn að fylgja b liði héraðsmanna til hafnar í hornafirði, ég meina það var nú svo afgerandi gott stuðningslið hjá hattarmönnum í gær í bikarnum að það hlýtur að vera svipað á útivelli hjá Spyrnismönnum...

__________________
Pétur F.

Date: Jun 4, 2008
Permalink   

Hvaða Seyðfirðingur er svona bitur?

Ætla ekki að giska en ef ég myndi giska þá myndi ég segja ...:D

__________________
Page 1 of 1  sorted by
 
Tweet this page Post to Digg Post to Del.icio.us


Create your own FREE Forum
Report Abuse
Powered by ActiveBoard