Post Info TOPIC: Höttur - Hvöt
Hilmar

Date: Jul 3, 2008
Höttur - Hvöt
Permalink   


Þá koma Hvatarmenn í heimsókn. Þeim hafði verið spáð góðu gengi en skiptu nýverið um þjálfara. Hafa verið að spila vel að sögn, en tapað naumlega. Framarar rétt lögðu þá í bikarnum og um síðustu helgi töpuðu þeir naumlega fyrir Aftureldingu, 0-1. Ég spái því erfiðum leik, þrír lykilmenn fjarri góðu gamni, þ.e. Aljosa sem er í prófum í Slóveníu, Jón og Anton sem er í leikbanni. En breiddin hefur sjálfsagt sjaldan eða aldrei verið meiri hjá okkur og því eiga gæðin ekki að breytast að ráði þó þessar breytingar verði. Ég ætla einu sinni enn að spá því að við höldum hreinu, 1-0 sigur, Jeppe skorar.

__________________
Huginn Rafn

Date: Jul 4, 2008
Permalink   

2-1, þar sem Hattarmenn lenda undir snemma leiks. En ólíkt öðrum leikjum eru það Hattarmenn sem koma til baka og setja 2 mörk í blálokin. Fyrst Jeppe og svo Rabbi með skalla á 93 mín.

__________________
Stefán Andri

Date: Jul 4, 2008
Permalink   

3-0 og auðvelt. Tótó, Rabbi og Garðar með mörkin snemma leiks.

__________________
Pétur F.

Date: Jul 5, 2008
Permalink   

Ég er orðinn þreyttur á að spá sigri og fá svo jafntefli svo ég held ég spái bara jafntefli í þetta skiptið. 1-1 Villi skorar okkar mark og Stebbi tekur Hafsteinssyni til fyrirmyndar í töku vítaspyrna og klúðrar einni slíkri í síðari hálfleik.



__________________
Page 1 of 1  sorted by
 
Tweet this page Post to Digg Post to Del.icio.us


Create your own FREE Forum
Report Abuse
Powered by ActiveBoard