Post Info TOPIC: Höttur - Hamar
Tóti Borgþórs

Date: Jul 14, 2008
Höttur - Hamar
Permalink   


Sælaaar núúú...hérna er allt steindautt, eiginlega jafn dautt og er í leikjum Hattar undanfarið sem er ache gott.

Hvernig spáir fólk Höttur - Hamar??

Kominn tími til að rífa upp liðið og ná einhverjum úrslitum og sýna fólki að við getum eitthvað í fótbolta.
Ég spái 2-0 sigri Hattar og loksins náum við að halda hreinu..enda löngu kominn tími á það. Jón kemur okkur yfir í fyrrihálfeik með nettu marki og svo pottar Lundi inn einu marki í seinni með puttunum sem hann er ekki með :) djók Lundi...þetta verður negla stöng og inn.

Þurfum að fara að hala inn stig ef við ætlum ekki að fara að lenda í basli...nenni ekki neinu miðjubaráttu kjaftæði.

Kom nu Höttur

__________________
Óliver

Date: Jul 15, 2008
Permalink   

Ég segi 3-1 sigur. Jeppe 2 og Jón 1.
Engin spurning um að nú sé komin tími til að sýna sitt rétta andlit strákar, við viljum sigur!!

__________________
Jón Karls

Date: Jul 15, 2008
Permalink   

Það má búast við því að Lundi verði í essinu sínu í kvöld, enda mígandi rigning og rennandi blautur völlur. Ekki óvarlegt að áætla að hann taki einar fjórtán "flugtæklingar" á fyrsta korterinu, en nái síðan að sprauta sig niður eftir það.

Ég spái 3-0 sigri okkar. Danski smörrebrødsdrengurinn Jeppe Opstrup dettur í gang og setur tvö í fyrri hálfleik. Í seinni gerir svo Anton Ástvaldsson, eða Carlton Palmer, eins og hann er kallaður, út um leikinn með skallamarki.

__________________
Jón Karls

Date: Jul 15, 2008
Permalink   

Við þetta má svo bæta að Anton náði þeim einstaka árangri á æfingu í gær, að fara aldrei "út úr" í reitarbolta. Ekki í fyrsta skipti sem Doc "festist" einhvers staðar. Jafnframt er rétt að segja frá því að Tómas Arnar Emilsson, Seyðfirðingurinn knái, var klobbaður a.m.k. þrisvar í sama reit.

__________________
Tómas

Date: Jul 15, 2008
Permalink   

Já maður gerir að sjálfsögðu allt til að bæta sjálfstraustið hjá ykkur guttunum, ekki veitir af :)

En fyrst menn eru að minnast á góðan árangur þá má segja frá því að í fyrsta skipti kom það fyrir í gær að ekki einn Djúpavogsbúi var inni í miðjunni í reit.

Það hefur víst ekki komið fyrir í fjöldamörg ár.

En það er sennilega eitthvað líka Doc að þakka...

__________________
Page 1 of 1  sorted by
 
Tweet this page Post to Digg Post to Del.icio.us


Create your own FREE Forum
Report Abuse
Powered by ActiveBoard