Post Info TOPIC: Höttur - Magni [deildarbikar]
Haffi

Date: Mar 19, 2009
Höttur - Magni [deildarbikar]
Permalink   


Góða kvöldið.
Núna á laugardaginn fer fyrsti alvöru leikur tímabilsins fram. Óliver kemur aðeins einn úr bænum í leikinn því verður gaman að fylgjast með ungu strákunum. Það segir sig sjálft að margir af þeim munu spila mikið í sumar þar sem margir leikmenn eru farnir frá því í fyrra og því spila mikilvægt hlutverk.

Ég spái jafntefli sigri 3-1. Mörkin skora Kalli x2 og Jói Claus. Verkstjórinn fær gult í byrjun leiks!

kv. að sunnan

__________________
Ingólfur Örn

Date: Mar 19, 2009
Permalink   

1-0 sigur og Hjalli skorar sigurmark í uppbótartíma

__________________
Pétur F.

Date: Mar 20, 2009
Permalink   

Ég ætla að gera ráð fyrir að fyrirliðinn, Toni, Rabbi, Bjatti og aðrir sunnlendingar séu það mikilvægir að sigur hafist ekki í þessum leik.

Leikurinn fer 2-2 og verður það Jói sem kemur okkur yfir snemma leiks og svo verður eiginlega fyrirmynd Fabregas, hann Viðar Örn að sýna að hann sé ekki eintómur kjafturinn þegar kemur að framherjahæfileikum. Því spái ég því að hann komi inná sem varamaður og jafni leikinn á lokamínútunum eftir eitt af Arons innköstum Ella.

__________________
Jón Karls

Date: Mar 20, 2009
Permalink   

Ég held að þetta endi 3-2 fyrir Hetti. Höttur lendir í gríðarlegum vandræðum í byrjun leiks og lendir 2-0 undir eftir aðeins 11 og hálfa mínútu. Lundi verður tvíklobbaður í fyrsta markinu, þ.e. gæjinn klobbar hann, snýr svo við og klobbar hann aftur, áður en hann þrumar boltanum í stöng og inn. Spái því að það verði leikmaður nr. 8 hjá Magna sem fíflar Lundann. Seinna markið kemur eftir að Lundi tekur nettan Ívar Ingimars á þetta, heldur að boltinn sé úr leik, tekur hann upp með höndunum og víti dæmt. Óliver ver hins vegar vítið (eins og alltaf á móti Magna) en leikmaður nr. 7 skorar úr frákastinu.

Eftir að Lundi er tekinn út af í hálfleik fara hjólinn að snúast hjá Hetti og Turninn/tæknitröllið, Viðar Örn Hafsteinsson, kemur inn í staðinn. Hann minnkar muninn á 56. mínútu eftir "Örsta-hornspyrnu". Elvar jafnar svo leikinn á 82. mínútu eftir eitraðan sprett frá kónginum (ala Víðir í Garði spretturinn um árið). Í uppbótartíma mun svo Steini Kalli sýna að hann eigi heima í þessu liði þegar hann tekur "trademark hammer" af 3,5 metra færi og gjörsamlega sprengir netmöskvana.
Eftir leikinn verður Steina Kalla svo boðinn samningur hjá Gamba Osaka í Japan.



__________________
Page 1 of 1  sorted by
 
Tweet this page Post to Digg Post to Del.icio.us


Create your own FREE Forum
Report Abuse
Powered by ActiveBoard