Post Info TOPIC: Hvernig líst mönnum á byrjunina?
Hattari

Date: Mar 13, 2006
Hvernig líst mönnum á byrjunina?
Permalink   


Jæja 5-2 sigur á Magna staðreynd, hvernig líst mönnum nú á þetta?
hvað þarf að bæta og hvað finnst mönnum að hafi staðið uppúr?
Ekki vera feimnir við að tjá ykkur....

__________________
Jörgen

Date: Mar 13, 2006
Permalink   

Þetta er bara gott gaman að sjá hverjir skoruðu gott líka að heyra að jón karls hafi staði sig vel og að kóngurinn sjálfur var ekki lengi að stippla sig inn í hattarliði á ný;) leiðinlegt að ásgeir og dóri hafi ekki getað spilað en gaman að vita að geilsi hafi staðist þessa áskorun :D en það væri gaman ef það kæmi í eftir leikina svona einkunnar gjöf :D

__________________
Haffi

Date: Mar 13, 2006
Permalink   

Þar sem að ég er leikmaður sjálfur vill ég ekki vera sá sem gefur einkannir fyrir leikmenn Hattar....


En ef einhver vill taka það að sér að gefa einkunnir, þá má sá sem gerir það senda mér eða Pétri það eftir leikina og við setjum það inn. Það má nátturulega ekki vera leikmaður Hattar.


En í raun og veru held ég að það þurfi ekki.....


Kv. Haffi


PS! Ef þið viljið vita það, þá var ég að enda við að elda ofan í Andra Vals og Freysa....helvíti gott pasta. Látið mig vita ef þið viljið fá uppskriftina



-- Edited by haffi at 20:25, 2006-03-13

__________________
Pétur

Date: Mar 14, 2006
Permalink   

Mig langar ekki í uppskriftina en ég væri til í að fá kokkinn til að elda oní mig eh tíman :)

__________________
Baldur Snartarmaður

Date: Mar 14, 2006
Permalink   

Ég vona að ykkur sé sama þó utanaðkomandi kommenti hér?


Ég sá leikinn ykkar gegn Magna. Voruð óstyrkir til að byrja með en hristuð það fljótlega af ykkur. Færi á báða bóga í fyrri hálfleik og fyrsta markið hefði getað dottið hinumegin líka. Magni fékk 3-4 góð færi í fyrri hálfleik en markvörðuinn gerði vel. Hátt tempó á leiknum, bæði lið greinilega æft vel. Áttuð þó klárlega að fá víti í fyrrihálfleik þegar einn ykkar var sparkaður niður innan teigs eftir að boltinn var farinn í burtu. Ljótt og heimskulegt brot þar sem dómarinn þóttist ekki sjá.


Voruð mun sterkari í seinni hálfleik. Mikil ró og skynsemi yfir ykkar leik. Nýttuð færin ykkar mjög vel og sóknarleikurinn var markviss. Lítið að gera við fyrra markinu sem þið fenguð á ykkur en mér fannst markvörðurinn eiga að grípa hornspyrnuna.


Sá sem mér fannst skara framúr var annar miðvörðurinn ykkar. Minnir að hann hafi verið hægri miðvörðurinn. Með kollvik. Veit ekki hvað hann heitir. Hann var frábær í leiknum og var öðrum fyrirmynd hvað áræðni og kraft snertir. Mitt mat. Markvörðurinn átti auk þess afbragðs fyrri hálfleik.


Gangi ykkur vel.



__________________
Haffi

Date: Mar 15, 2006
Permalink   

Sæll Baldur


Auðvitað mátt þú eins og allir koma með þínar skoðanir hérna og er það bara gaman fyrir þessa síðu. Fá sem flesta frá flestum liðum á norð-austur svæðinu að spjalla hérna...ekkert að því...


En já, þú sert sennilega að tala um hann Heimi Pétursson...hann átti fínan leik þarna í miðverðinum ásamt honum Rabba.


Haltu áfram að láta heyra í þér !


Kv. Haffi



__________________
Page 1 of 1  sorted by
 
Tweet this page Post to Digg Post to Del.icio.us


Create your own FREE Forum
Report Abuse
Powered by ActiveBoard