Post Info TOPIC: léleg uppstilling??
svekktur leikmaður

Date: May 26, 2006
léleg uppstilling??
Permalink   


jæja ákvað nú að prófa að nota þetta spjall okkar hjá mfl. kvk og athuga hvort þetta helst... en hvernig finnst fólki um liðsuppstillinguna í seinasta leik.. móti Völsungi? Persónulega finnst mér það hafa mikil áhrif á tapið

__________________
Áhugamaður

Date: May 26, 2006
Permalink   

hvaða kerfi notaði þjálfarinn?

__________________
svekktur leikmaður

Date: May 26, 2006
Permalink   

Helga

Eva Ýr Oddný Sara
Heiða/Hugga
Arna Ó. Alla
Silja/Eva L.

Hjálmdís


algjör óþarfi að hafa 5 manna vörn... og líka bara í hvaða stöður þjálfarinn setti sumar stelpur. það voru alveg nokkrar í stöðum sem þær spila venjulega ekki í eða hafa aldrei spilað... hann hefði getað gert þetta svo allt öðruvísi sem ég og margir halda að hefði getað skilað okkur meiri árangur


__________________
svekktur leikmaður

Date: May 26, 2006
Permalink   

úpss... kom svolítið asnalega út.. en Arna Ó. og Alla voru semsagt á köntunum... og ég held að fólk geti fattað hitt út :)

__________________
Áhorfandi

Date: May 27, 2006
Permalink   

Já. Margir sammála því að þessi uppstilling hafi verið gjörsamlega útúr kú. Hann hefði getað stillt þessu allt öðruvísi upp, með allt öðruvísi lið og betra. Til dæmis það að hafa markmann, sem ekki hafði mætt á eina einustu æfingu í byrjunarliði, og láta Erlu byrja útaf og víkja fyrir manneskju sem enginn hafði í rauninni spilað með.. auðvitað með allri virðingu fyrir þessari Helgu markv. En ekki alveg réttlátt að mínu og annarra mati.
Önnur dæmi eru að hafa sóknarmenn í vörn, og varnarmenn í sókn? Hvað er það? Eva Laufey og Silja Arnfinns fremstar á miðjunni sem báðar eru varnarmanneskjur, auk Aðalheiðar á kantinum sem líka er varnarmanneskja. Svo var hann með Söru í bakverði, sem var ekki alveg að virka. Hefði viljað sjá liðið allt öðruvísi uppstillt!
Vonandi að þetta verði öðruvísi í næsta leik...

Takk fyrir mig

__________________
Hilmar

Date: May 28, 2006
Permalink   

Sælar. Ég hef nokkrum sinnum lesið umræðu af þessu tagi á heimasíðu annarra félaga, þ.e. afsakanir á slöku gengi þar sem ekki er komið undir nafni, og verið afar ánægður með að hafa sloppið við það hjá okkur. Ekki misskilja - umræðan er yfirleitt góð, en þetta er ekki tveggja manna tal hér og því mikilvægt að miðað sé við það.


Ég sá leikinn. Við áttum að vinna, vorum betri, en töpuðum. Fengum nóg af færum en gerðum mistök upp við markið. Gerðum líka mistök í öftustu línu sem þær náðu að nýta í tvígang. En þannig koma nú yfirleitt mörkin...


Það sem stendur upp úr hjá mér er nákvæmlega það og ekkert annað. Svona svipað og ef strákarnir hefðu látið Neista komast yfir og hanga á því tveimur dögum fyrr.


Við tökum bara næsta leik. Liðið var að reyna að spila, einkum í seinni hálfleik, og slíkt skilar sér. Áfram Höttur.



__________________
Annar áhorfandi

Date: May 29, 2006
Permalink   

Þótt að liðið hafi verið betri aðilinn í leiknum þá er ekkert hægt að segja að þetta gangi bara betur upp næst. Mér hefur alltaf fundist kvennaliðið vera stillt þannig upp að það er ekki náð því besta út úr liðinu. Eins og að láta manneskju sem hefur ekki mætt á æfingu í markið i staðinn fyrir erlu sem er búinn að vera að æfa í allan vetur. Og það líka að stilla upp fimm manna vörn á móti liði sem er hreinlega ekki mjög sterkt, og ofan á það voru án hættulegasta leikmanni sínum.
Það eru hreinlega bara margar stelpur sem eru að spila út úr stöðunum sínum sem þær kannski þekkja best og spila best í þeim.

__________________
Sara

Date: May 29, 2006
Permalink   

Gaman að sjá að það er loksins komin umræða hérna :) En já, það er kannski ekki alltaf hægt að vera vitur eftir á.. En maður getur ekki sagt annað en maður sé svekktur eftir þetta tap með þetta góðan hóp sem við erum með. Vonandi verður það þá bara sigur í næsta leik....

__________________
Page 1 of 1  sorted by
 
Tweet this page Post to Digg Post to Del.icio.us


Create your own FREE Forum
Report Abuse
Powered by ActiveBoard