Post Info TOPIC: Ástand Vilhjálmsvallar
Hestur

Date: Jun 21, 2006
Ástand Vilhjálmsvallar
Permalink   


Núna hafa menn eflaust tekið eftir hversu HRIKALEGUR Vilhjálmsvöllur er. Í fyrsta lagi er hann ekki einu sinni nálægt því að vera grænn. Öðru lagi er hann grjótharður og í þriðja lagi vantar gras á hann á mörgum stöðum. Það er bara dautt gras þar og mold (hörð mold).

Þannig að ég spyr bara:

1. Hvað á að halda þessu lengi áfram ? Menn hljóta að fá nóg.
2. Eru réttu mennirnir að sjá um völlinn?
3. Hvað í andskotanum er hægt að gera ?


Þetta er náttla ekki boðlegt !



__________________
Bylgja

Date: Jun 21, 2006
Permalink   

Ég vil nú byrja á því að segja að mér finnst alltaf aðeins skemmtilegra þegar fólk getur spjallað undir eigin nafni, þó það sé á netinu.


Þó ég hafi nú ekki nokkurt vit á grasi, mold eða nokkrum öðrum hlut svosem þá langar mig samt að prufa að svara þessum spurningum.


1. Menn hljóta að halda áfram eins lengi og hægt er. Að eiga góðan og fallegan grasvöll á jafn stórum stað og Egilsstöðum hlýtur, og á að vera sjálfsagt.
2. (Tók þessa ponkulítið nærri mér ) Guðjón og Bjössi Ben gera sitt allra besta og hafa mikinn metnað í sínu starfi, en þeir fá sínar skipanir frá hærra settum aðilum. Það er svo hægt að deila vel og lengi um  það hvort þeir sem eru yfir íþróttamannvirkjum á svæðinu séu starfi sínu vaxnir.
3. Það er ábyggilega margt hægt að gera, en það er nú deginum ljósara að það virkar ekki að byrja að hugsa um völlinn þegar snjóa leysir um miðjan maí og fara svo að spila daglega, og stundum marga leiki á dag, á vellinum allt sumarið. Annars munar okkur nú varla um að þökuleggja völlinn einu sinni enn, held að ég og mín fjölskylda hafi hjálpað til við það amk tvisvar sinnum á síðustu öld


Að mínu mati á svo alls ekki að setja gervigras á Vilhjálmsvöll, heldur leggja metnað í góðan grasvöll. Gervi fer best í Harlem!



__________________
Haffi

Date: Jun 21, 2006
Permalink   

Fín umræða...vegna þess að völlurinn er mjög slæmur. Strákarnir sem eru að vinna þarna núna geta ekki breytt honum bara eins og ekkert sé og á ekki að leggja alla sök á þá.


En það er eitthvað sem verður að gera við völlinn, that´s for sure.


Kv. Hafþór Atli Rúnarsson



__________________
Bylgja

Date: Jun 22, 2006
Permalink   

Að sjálfsögðu þarf að gera eitthvað fyrir greyið, hann er eitt hart moldarflag núna og ekki boðlegur fyrir fólk að spila á.


Ég myndi halda að fyrst þyrfti að kaupa góð tæki til að nota á völlinn, leggja mikinn metnað í að koma honum í gott stand, en síðan þyrfti líka að passa það að ekki yrði byrjað að spila á honum á fullu fyrr en hann væri kominn í nógu gott ástand fyrir það.


Hvernig er það, var eitthvað byrjað að gata, sá eða hugsa almennilega um völlinn fyrr en um miðjan maí?



__________________
Gulli

Date: Jun 22, 2006
Permalink   

Vildi bara benda á að það er ENGINN munur á nýjasta gervigrasinu og GÓÐU venjulegu grasi. 


Dæmi: Amsterdam Arena (Ajax) er með gervigrasi, þjóðarleikvangur Finnlands (þar var HM U17 haldin), Heracles í Hollensku úrvlasdeildinni, Stjarnan í Garðabæ ofl.


Gervigras er eina raunhæfa lausnin, skoðið bara aðra grasvelli á svæðinu, þeir eru ekki eins slæmir og Villa Park en samt slæmir og lítið eða ekkert hæft að æfa á þeim, í best falli spila í 3 mánuði.  Það er lika mikilvægt að greina á milli hvað er gervigras og hvað er GERVIGRAS.  Besta gervigrasið á markaðinum kostar um 600.000 evrur á einn völl, bara grasið og er eins og venjulegt gras.  http://www.thiolon-grass.com/ 


Ef að atvinnumanna lið geta æft og spilað á gervigrasi, af hverju ekki við?



__________________
Hilmar

Date: Jun 22, 2006
Permalink   

Aðalatriðið að mínu mati er að mæta þörfum þeirra sem vilja nota. Trúlega er yfir 95% af notkun grasvallarins í dag af knattspyrnumönnum ÞRÁTT FYRIR að öllum flokkum okkar sé meinað að æfa þar nema rétt fyrir leiki í besta falli, vegna ástands og þol vallarins.


Notkunin í dag er mun meiri en hægt er að bjóða grasvelli upp á, jafnvel þó góður væri. Með gervigrasvelli af nýrri gerð væri stigið gríðarstórt skref. Við skulum hafa í huga, að þrátt fyrir slæmar aðstæður, þá er knattspyrnustarf gríðarmikið hérna. En það er með þetta eins og samgöngumannvirki. Góð mannvirki auka notkun. Ég fullyrði að Þristurinn, Old boys, Old girls (séu þær ekki í mfl.) og miklu, miklu fleiri myndu auka iðkun sína ef boðið væri upp á aðstæður hér í bænum en ekki 15 km. fjarlægð.


Til að mæta þessari þörf þarf gervigrasvöll. Sú þróun hefur átt sér stað að lið hafa í auknum mæli ákveðið að keppa á gervigrasvöllum. Þegar litið er til þeirrar þróunar er nærtækt að nýta sér reynslu annarra og leggja gervigrasvöll á Vilhjálmsvöll. Bara kalvandamál hafa skemmt mikið fyrir okkur á síðustu árum og slíkt losnum við við með gervigrasi.


Trúlega væri skynsamlegast að gera gervigrasvöll á Vilhjálmsvelli í einkaframkvæmd, en bærinn haldi sínu striki með Fellavöllinn, hvert sem það strik verður (stór völlur eða hugmynd sem kenna má við Árna Óla). Slíkt krefst hins vegar þátttöku bæjaryfirvalda og trúverðugrar nálgunar af hálfu okkar sem stöndum í knattspyrnumálum. Eins þarf að huga að þörfum annarra sem notað hafa og nota vilja völlinn.


Sjálfur vildi ég fyrst ekki sjá gervigras á Vilhjálmsvöll, ekki síst af rómantískum ástæðum. En grunnurinn í þessu starfi á að vera sá að leysa raunverulegar þarfir. Eftir að hafa komið aftur að þessu starfi hef ég sannfærst betur og betur að í raun á ekki að byggja neitt annað en gervigrasvelli á okkar ágæta svæði.



__________________
Óliver

Date: Jun 24, 2006
Permalink   

Enginn spurning um að völlurinn sé ekki nógu góður. Enn hvernig væri nú að vökva hann aðeins oftar? T.d eins og í hitanum í dag? Hann er eins og sandpapír núna..


Smá ráð fyrir vallarstjórana að lokum: Hugsið um völlinn eins og hann sé barnið ykkar!


 


 



__________________
Óttar

Date: Jun 26, 2006
Permalink   

Málið að vökva nógu helvíti mikið..

Strákar við tókum væntanlega allir eftir því að það vorur 3 risa úðarar á fullu á KA- svæðinu þegar við spiluðum þar síðasta föstudag. ´
Ég spurði kallinn sem sér um vellina hvort þetta væri alltaf svona og hann sagði að alla daga væri vökvað...allan daginn alla daga!

hérna er vökvað svona 1 sinni í viku...

__________________
...

Date: Jun 27, 2006
Permalink   

mundi halda það að þú vitir ekkert hvað er vökvað oft í viku?

__________________
Halli Geir

Date: Jun 27, 2006
Permalink   

Við skulum passa okkur á því að missa þessa umræðu ekki niður á eitthvað lélegt plan.  Það er alveg ljóst að það er eitthvað að á Vilhjálmsvelli, hvort sem það er undirlagið, umhirðan eða eitthvað annað.  Mér hefur sýnst að það sé fullreynt að hafa alvöru gras á vellinum.  Það er eitthvað varðandi það sem ekki er að gera sig.  Ég er í sjálfu sér ekki í neinni aðstöðu til að dæma um það hvað það er sem er að, þó að ég haf vissar grunsemdir sem ég ætla að halda fyrir mig.  Það eru aðgerðirnar sem skipta máli.  Nú í haust finnst mér vera alveg ljóst að eitthvað verður að gera við Vilhjálmsvöll.  Það er tvennt í stöðunni að mínu viti 1) setja nýtt lifandi gras á völlinn og reyna að koma því til, þá í þriðja skiptið frá því að völlurinn var tekinn í notkun.  Það er ódýrara í bili en ég held að það leysi engan veginn þann vanda sem þessi völlur er að verða.  2) setja gervigras á völlinn.  Það er vissulega dýrari framkvæmd.  Það er hins vegar alveg á hreinu að þá er búiðað útbúa hér alvöru aðstöðu.  Þá er augljóst að notkunin á vellinum getur og mun verða miklu meiri.  Þá geta allir flokkar æft allt árið á vellinum og allir leikir verða hér á Vilhjálmsvelli, ekki á Fellavellinum eða á Eiðum, þar sem aðstaðan er engin.  Þetta er mál sem verður að vinna nokkuð hratt vegna þess að það er ekki hægt að horfa upp á völlinn svona eins og hann er núna eitt árið enn.



__________________
Lísa

Date: Jul 1, 2006
Permalink   

Ég veit að fótboltamenn og frjálsíþróttamenn eru ekki bestu vinir þegar kemur að Vilhjálmsvelli, fékk að kynnast því síðasta sumar. En ef gervigras yrði sett á völlinn, hvað um aðra sem nota völlinn eins og kastara? Það er kannski ekki ykkar vandamál....???


Völlurinn er ekki fallegur og þarf að gera eitthvað í því svo hægt sé að stunda knattspyrnu og aðrar íþróttir á honum allt sumarið.


Annars var ég á vellinum á hverjum degi síðasta sumar og ég er ekki frá því að Árni og Steinar hafi vökvað völlinn á hverjum degi.



__________________
Áhorfandi

Date: Jul 2, 2006
Permalink   

þar sem 2.Flokkur Hattar er komið í 8liða úrslit, sem hefur ekki gerst í mörg ár. Fyndist mér að það ætti að reyna að gera eitthvað við verstu svæðinni, jafnvel rífa þau upp og setja nýjar þökur. En bara svona Myndi líta betur út þegar stóru liðinni kíkja í Hérað.

__________________
Valdís Lilja

Date: Aug 8, 2006
Permalink   

já, ég er þér hjartanlega sammála Lísa. Hvað erum við að eyða svona miklum pening í löggiltan frjálsíþróttavöll bara til þess að eyðilaggja hann.... Því það er þá ekki hægt halda löggilt mót hérna ef það verður sett gervigras á völlin!


En ég er alveg sammála því að það þurfi að gera eitthvað fyrir völlin bara ekki setja gervigras á hann ;)


Og ég veit alvega að það eru mun fleiri að æfa fótboltan heldur en frjálsarnar en plíís sínið smá tilletsemi!


Kveðja Valdís Lilja



__________________
Kári Hrafn Hrafnkelsson

Date: Aug 14, 2006
Permalink   

Komiði sælir Hattarmenn og konur. 


Mig langar aðeins að benda á ástandið í Vestmannaeyjum eins og það er í dag.  Hér er einn besti völlur landsins-Hásteinsvöllurinn, en hann er líka notaður í nokkur skipti í viku, leikir hjá mfl. og 1-2 æfingar fyrir leik.  Svo er hann notaður lítið þar fyrir utan, sjaldan oftar en 5x í viku.  Svo eru hér 3 grasvellir og einn malarvöllur sem er notaður öllum til hrillings yfir vetrartímann því hann er stórhættulegur.  Þar er aðstaða fyrir frjálsar íþróttir einnig.  Þessir 3 grasvellir sem eru hér eru því fyrir yngriflokkana og KFS að mestu en líka til æfinga fyrir mfl.  Þessir vellir eru yfirleitt ekki í góðu standi vegna álags og veðráttu. (hér rignir aðeins meira en fyrir austan)  Þá er mikið í umræðunni vetraraðstaða hér.  Stefnt er að byggingu knattspyrnuhúss með gervigrasi (allavega á þessari öld) og þar hefur komið upp umræða um aðstöðu fyrir frjálsar.  Í einhverjum tilfellum tala menn um að það nýtt gervigras þoli frjálsar einnig þ.e. kastíþróttirnar.  Hérna hefur oft komið upp umræða um umhirðu vallanna, að hún sé ekki nógu góð o.s.frv.  þannig að þið eruð ekki þau einu sem kvartið undan vellinum ykkar, þó ekki sé saman að líkja aðstöðunni hér og hjá ykkur.  Ég hef stundum velt því upp af hverju sé ekki hægt að auka samstarf milli golfklúbbsins og fótboltans með tilliti til vallanna.  Golfararnir eru oft mjög góðir í þessum málum.  Ég veit ekkert hvernig þeir eru sem sjá um völlinn hjá ykkur og ætla þeim ekkert annað en að standa sig vel.  Ég vildi að ég hefði svar fyrir ykkur hvað þið ættuð að gera en svo er ekki.  Þetta er bara til að sýna ykkur að það er allsstaðar verið að skoða hvað sé best að gera, það er um að gera að fylgjast vel með hvað er í gangi, og ekki endilega vera einir í því, fá önnur sveitafélög með í það.


Með Hattar kveðju, Kári Hrafn



__________________
Page 1 of 1  sorted by
 
Tweet this page Post to Digg Post to Del.icio.us


Create your own FREE Forum
Report Abuse
Powered by ActiveBoard